Fjársöfnun fyrir BUGL 7. október 2004 00:01 Landssöfnun Kiwanis - Ólafur Ó. Guðmundsson læknir Undanfarin misseri hefur umræða um ónóga þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir verið áberandi. Sveitarfélögum ber að veita grunnþjónustu vegna geð- og þroskaraskana innan heilsugæslu, skólasálfræðiþjónustu og félagsþjónustu en ljóst er að víða er þjónustu þeirra ábótavant ekki eingöngu vegna skorts á fjármunum heldur líka vegna vöntunar á faglegu baklandi. Sjálfstætt starfandi fagfólk á ýmsum sviðum veitir þjónustu sem foreldrar greiða fyrir eða sveitarfélög eða ríkið kaupir í gegnum Tryggingastofnun hvað varðar lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfa.Loks rekur svo ríkið sérhæfðar deildir og stofnanir á þessu sviði. Burðarásinn í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hvað varðar greiningar og meðferðarúrræði, rannsóknir, handleiðslu og kennslu hefur verið hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala, háskólasjúkrahúss, BUGL. Bráðamálum og tilvísunum á göngudeild BUGL hefur fjölgað verulega undanfarin ár sem og innlögnum á legudeildir. Nú er svo komið að LSH og heilbrigðisráðuneytið hafa sammælst um löngu tímabæra stækkun BUGL. Ýmsar útfærslur hafa verið lagðar fram sem enn eru til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Fyrirliggjandi áætlun heilbrigðisyfirvalda gerir ráð fyrir um 1.400 fm stækkun sem er allt að tvöföldun á núverandi húsnæði. Með stækkuninni verður hægt að bjóða upp á sérhæfða og rýmri aðstöðu til greiningar og meðferðar. Grundvallaratriði er að tryggja börnum og unglingum með geðraskanir nauðsynlegan stuðning innan fjölskyldu og skóla sérstaklega, en margvísleg meðferð fer fram á BUGL. Má þar nefna viðtöl við barnið/unglinginn, foreldra eða fjölskylduna alla, ýmiskonar þjálfun barns/unglings eða foreldra, stundum í hópum, listmeðferð, atferlismótandi meðferð á dag- og legudeildum auk lyfjameðferðar þegar hún á við. Með áætlaðri nýbyggingu mun aðgengi batna, biðaðstaða göngudeildar verða mannsæmandi og nauðsynlegt rými fást til meðferðar í göngu-, dag- og legudeildum. Ýmsir velunnarar BUGL hafa komið að uppbyggingarstarfinu en stærsta framlagið kemur frá kvenfélaginu Hringnum eða 50 milljónir króna. Auk þess hefur fjöldi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga lagt sitt af mörkum. Þá hafa stjórnvöld gefið fyrirheit um fjármögnun að hluta til. Þó að um 150 milljónir króna séu tryggðar vantar enn a.m.k. jafn háa upphæð til þess að hægt sé að hefjast handa og ljúka framkvæmdum. Kiwanishreyfingin hefur um árabil lagt lóð sín á vogarskálar geðheilbrigðis, t.d. stóð hreyfingin fyrir því árið 1996 að BUGL fékk íbúð til afnota fyrir foreldra og fjölskyldur af landsbyggðinni sem sækja þurfa þjónustu deildarinnar en sú íbúð hefur nýst afbragðsvel. Nú ætlar Kiwanis að bæta enn um betur með landssöfnuninni "Lykill að lífi" 7.-10. október. Með kaupum á K-lyklinum í ár getur þú lagt þitt af mörkum til velferðar barna- og unglinga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Landssöfnun Kiwanis - Ólafur Ó. Guðmundsson læknir Undanfarin misseri hefur umræða um ónóga þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir verið áberandi. Sveitarfélögum ber að veita grunnþjónustu vegna geð- og þroskaraskana innan heilsugæslu, skólasálfræðiþjónustu og félagsþjónustu en ljóst er að víða er þjónustu þeirra ábótavant ekki eingöngu vegna skorts á fjármunum heldur líka vegna vöntunar á faglegu baklandi. Sjálfstætt starfandi fagfólk á ýmsum sviðum veitir þjónustu sem foreldrar greiða fyrir eða sveitarfélög eða ríkið kaupir í gegnum Tryggingastofnun hvað varðar lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- og iðjuþjálfa.Loks rekur svo ríkið sérhæfðar deildir og stofnanir á þessu sviði. Burðarásinn í geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga hvað varðar greiningar og meðferðarúrræði, rannsóknir, handleiðslu og kennslu hefur verið hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítala, háskólasjúkrahúss, BUGL. Bráðamálum og tilvísunum á göngudeild BUGL hefur fjölgað verulega undanfarin ár sem og innlögnum á legudeildir. Nú er svo komið að LSH og heilbrigðisráðuneytið hafa sammælst um löngu tímabæra stækkun BUGL. Ýmsar útfærslur hafa verið lagðar fram sem enn eru til skoðunar hjá skipulagsyfirvöldum Reykjavíkurborgar. Fyrirliggjandi áætlun heilbrigðisyfirvalda gerir ráð fyrir um 1.400 fm stækkun sem er allt að tvöföldun á núverandi húsnæði. Með stækkuninni verður hægt að bjóða upp á sérhæfða og rýmri aðstöðu til greiningar og meðferðar. Grundvallaratriði er að tryggja börnum og unglingum með geðraskanir nauðsynlegan stuðning innan fjölskyldu og skóla sérstaklega, en margvísleg meðferð fer fram á BUGL. Má þar nefna viðtöl við barnið/unglinginn, foreldra eða fjölskylduna alla, ýmiskonar þjálfun barns/unglings eða foreldra, stundum í hópum, listmeðferð, atferlismótandi meðferð á dag- og legudeildum auk lyfjameðferðar þegar hún á við. Með áætlaðri nýbyggingu mun aðgengi batna, biðaðstaða göngudeildar verða mannsæmandi og nauðsynlegt rými fást til meðferðar í göngu-, dag- og legudeildum. Ýmsir velunnarar BUGL hafa komið að uppbyggingarstarfinu en stærsta framlagið kemur frá kvenfélaginu Hringnum eða 50 milljónir króna. Auk þess hefur fjöldi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga lagt sitt af mörkum. Þá hafa stjórnvöld gefið fyrirheit um fjármögnun að hluta til. Þó að um 150 milljónir króna séu tryggðar vantar enn a.m.k. jafn háa upphæð til þess að hægt sé að hefjast handa og ljúka framkvæmdum. Kiwanishreyfingin hefur um árabil lagt lóð sín á vogarskálar geðheilbrigðis, t.d. stóð hreyfingin fyrir því árið 1996 að BUGL fékk íbúð til afnota fyrir foreldra og fjölskyldur af landsbyggðinni sem sækja þurfa þjónustu deildarinnar en sú íbúð hefur nýst afbragðsvel. Nú ætlar Kiwanis að bæta enn um betur með landssöfnuninni "Lykill að lífi" 7.-10. október. Með kaupum á K-lyklinum í ár getur þú lagt þitt af mörkum til velferðar barna- og unglinga á Íslandi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar