Tíðindalaus stefnuræða 5. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Varla er unnt að segja að nokkuð hafi komið á óvart í fyrstu stefnuræðunni sem Halldór Ásgrímsson flutti sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Málflutningur hans var hófsamur og efnislegur en fyrirsjáanlegur í öllum aðalatriðum og hefur áreiðanlega ekki sent neina sérstaka hrifningaröldu um þjóðfélagið.Eins og Halldór tók skýrt fram í upphafi ræðunnar verða engar breytingar á meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar þótt skipt hafi verið um manninn í brúnni. Tilkynning Halldórs um að þess sé ekki að vænta að Síminn verði seldur fyrr en á fyrri hluta næsta árs kom ekki á óvart. Hinn nýi formaður einkavæðingarnefndar hafði þegar gefið þetta í skyn í fjölmiðlum. Rökin fyrir seinkuninni hafa hins vegar ekki komið skýrt fram. Því miður er ástæða til að hafa áhyggjur af því að forystumenn stjórnarflokkanna séu að reyna að hafa áhrif á það hverjir eignast þetta stóra fyrirtæki. Sporin hræða í því efni. Athyglisvert er að einu ummæli forsætisráðherra um fjölmiðlamálið eru þau að unnið verði að lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum í menntamálaráðuneytinu. Greinilegt er að Halldór ætlar sér ekki að hafa forystu í málinu eins og fyrirrennari hans. Það er út af fyrir sig góðs viti. Engar tímasetningar eru nefndar í sambandi við þessa vinnu. Verður að telja ólíklegt að stjórnarflokkarnir séu svo óraunsæir að þeir reyni að endurtaka í vetur axarsköft sín frá því í vor og sumar. Það er rétt hjá forsætisráðherra að málefni öryrkja krefjast sérstakrar athugunar sem fram þarf að fara hvað sem líður ágreiningi ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins um fjárframlög til öryrkja. Þróunin í þessum málaflokki hér á landi virðist á skjön við það sem er að gerast erlendis og kallar á vandaða úttekt og greiningu eins og nú mun í undirbúningi. Forsætisráðherra boðaði samstarf allra flokka um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Mikilvægt er að þetta samstarf verði ekki orðin tóm heldur verði við það miðað að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar sem gera þarf til að stjórnarskráin sé í samræmi við veruleika nútímans og þær stjórnskipunarhefðir sem skapast hafa hér á landi. Nauðsynlegt er að í tengslum við endurskoðunina verði að frumkvæði stjórnvalda efnt til víðtækrar þjóðfélagslegrar umræðu um stjórnarskrána og stjórnskipunina. Þetta er mál sem Alþingi á ekki að afgreiða í einangrun. Forsætisráðherra var fáorður um utanríkismál. Hann minntist ekki á styrjöldina í Írak. Í ljós hefur komið að þær upplýsingar sem ríkisstjórnin byggði á þegar hún ákvað að styðja innrásina í fyrravor voru í veigamiklum atriðum rangar. Ástæða hefði verið til að fara yfir það mál allt og skýra fyrir þingi og þjóð hvernig það er vaxið. Miðað við áhuga forsætisráðherra á málefnum Evrópusambandsins meðan hann var utanríkisráðherra kom á óvart að hann nefndi þetta óskabarn sitt ekki einu orði. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann áhyggjur af því að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið væri að ganga sér til húðar en nú virðast þær gleymdar og grafnar. Halldór Ásgrímsson hefur staðið fyrir og stutt mörg þjóðþrifamál á löngum stjórnmálaferli. Af stefnuræðunni að dæma mun hann hins vegar ekki marka nein spor í hlutverki forsætisráðherra Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Varla er unnt að segja að nokkuð hafi komið á óvart í fyrstu stefnuræðunni sem Halldór Ásgrímsson flutti sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Málflutningur hans var hófsamur og efnislegur en fyrirsjáanlegur í öllum aðalatriðum og hefur áreiðanlega ekki sent neina sérstaka hrifningaröldu um þjóðfélagið.Eins og Halldór tók skýrt fram í upphafi ræðunnar verða engar breytingar á meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar þótt skipt hafi verið um manninn í brúnni. Tilkynning Halldórs um að þess sé ekki að vænta að Síminn verði seldur fyrr en á fyrri hluta næsta árs kom ekki á óvart. Hinn nýi formaður einkavæðingarnefndar hafði þegar gefið þetta í skyn í fjölmiðlum. Rökin fyrir seinkuninni hafa hins vegar ekki komið skýrt fram. Því miður er ástæða til að hafa áhyggjur af því að forystumenn stjórnarflokkanna séu að reyna að hafa áhrif á það hverjir eignast þetta stóra fyrirtæki. Sporin hræða í því efni. Athyglisvert er að einu ummæli forsætisráðherra um fjölmiðlamálið eru þau að unnið verði að lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum í menntamálaráðuneytinu. Greinilegt er að Halldór ætlar sér ekki að hafa forystu í málinu eins og fyrirrennari hans. Það er út af fyrir sig góðs viti. Engar tímasetningar eru nefndar í sambandi við þessa vinnu. Verður að telja ólíklegt að stjórnarflokkarnir séu svo óraunsæir að þeir reyni að endurtaka í vetur axarsköft sín frá því í vor og sumar. Það er rétt hjá forsætisráðherra að málefni öryrkja krefjast sérstakrar athugunar sem fram þarf að fara hvað sem líður ágreiningi ríkisstjórnarinnar og Öryrkjabandalagsins um fjárframlög til öryrkja. Þróunin í þessum málaflokki hér á landi virðist á skjön við það sem er að gerast erlendis og kallar á vandaða úttekt og greiningu eins og nú mun í undirbúningi. Forsætisráðherra boðaði samstarf allra flokka um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Mikilvægt er að þetta samstarf verði ekki orðin tóm heldur verði við það miðað að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar sem gera þarf til að stjórnarskráin sé í samræmi við veruleika nútímans og þær stjórnskipunarhefðir sem skapast hafa hér á landi. Nauðsynlegt er að í tengslum við endurskoðunina verði að frumkvæði stjórnvalda efnt til víðtækrar þjóðfélagslegrar umræðu um stjórnarskrána og stjórnskipunina. Þetta er mál sem Alþingi á ekki að afgreiða í einangrun. Forsætisráðherra var fáorður um utanríkismál. Hann minntist ekki á styrjöldina í Írak. Í ljós hefur komið að þær upplýsingar sem ríkisstjórnin byggði á þegar hún ákvað að styðja innrásina í fyrravor voru í veigamiklum atriðum rangar. Ástæða hefði verið til að fara yfir það mál allt og skýra fyrir þingi og þjóð hvernig það er vaxið. Miðað við áhuga forsætisráðherra á málefnum Evrópusambandsins meðan hann var utanríkisráðherra kom á óvart að hann nefndi þetta óskabarn sitt ekki einu orði. Fyrir nokkrum mánuðum hafði hann áhyggjur af því að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið væri að ganga sér til húðar en nú virðast þær gleymdar og grafnar. Halldór Ásgrímsson hefur staðið fyrir og stutt mörg þjóðþrifamál á löngum stjórnmálaferli. Af stefnuræðunni að dæma mun hann hins vegar ekki marka nein spor í hlutverki forsætisráðherra Íslands.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar