Mikill hagvöxtur og viðskiptahalli 1. október 2004 00:01 Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir miklum hagvexti á næstu árum. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði fimm og hálft prósent en fimm prósent á næsta ári og fjögur og hálft árið 2006. Ráðuneytið gaf út nýja þjóðhagsspá í gær í tengslum við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í þjóðhagsspánni segir að hagvísar staðfesti fyrri spár ráðuneytisins um að nýtt hagvaxtarskeið hafi hafist í fyrra. Þá var hagvöxturinn um fjögur prósent. Vegna stóriðjuframkvæmda er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn verði mjög mikill á næstu árum og nái hámarki árið 2006. Þá er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn nemi þrettán og hálfu prósenti af landsframleiðslu. Þetta er töluvert meiri viðskiptahalli en árið 2000 þegar hann fór sem hæst. Fram kom í máli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær, að þessi viðskiptahalli væri "góðkynja" þar sem hann stafaði af fjárfestingu sem síðar muni skila útflutningstekjum. Um helming fyrirsjáanlegs viðskiptahalla má rekja beint eða óbeint til virkjanaframkvæmda en aukin einkaneysla á einnig sinn þátt í viðskipstahallanum. Þrátt fyrir mikinn halla í viðskiptum gerir fjármálaráðuneytið ekki ráð fyrir að gengi krónunnar veikist mjög á næstu árum. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, gæti hagvöxtur orðið meiri en spáð er þar sem spár um vöxt einkaneyslu séu hóflegar. "Það er gert ráð fyrir að það muni hægt draga úr vexti einkaneyslu en innkoma bankanna á lánamarkaði gæti viðhaldið þeim vexti áfram og leitt til aukinnar neyslu. Þetta er áhættuatriði. Einkaneyslan gæti vaxið meira og þá yrði hagvöxtur meiri en einnig viðskiptahallinn og það gæti þá haft í för með sér aukna verðbólgu," segir Bolli. Ef einkaneyslan vex áfram hratt hefur það í för með sér að ríkisvaldið þarf að líkindum að draga úr framkvæmdum frekar en nú þegar hefur verið ákveðið. Fjármálaráðherra segir að framkvæmdir á næsta og þarnæsta ári verði tveimur milljörðum minni en áætlanir höfðu gert ráð fyrir til þess að draga úr þensluáhrifum. Atvinnuástand mun einnig batna á næstu árum að mati fjármálaráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að það verði komið niður í 2,25 prósent árið 2006. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir miklum hagvexti á næstu árum. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í ár verði fimm og hálft prósent en fimm prósent á næsta ári og fjögur og hálft árið 2006. Ráðuneytið gaf út nýja þjóðhagsspá í gær í tengslum við kynningu á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í þjóðhagsspánni segir að hagvísar staðfesti fyrri spár ráðuneytisins um að nýtt hagvaxtarskeið hafi hafist í fyrra. Þá var hagvöxturinn um fjögur prósent. Vegna stóriðjuframkvæmda er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn verði mjög mikill á næstu árum og nái hámarki árið 2006. Þá er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn nemi þrettán og hálfu prósenti af landsframleiðslu. Þetta er töluvert meiri viðskiptahalli en árið 2000 þegar hann fór sem hæst. Fram kom í máli Geirs H. Haarde fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær, að þessi viðskiptahalli væri "góðkynja" þar sem hann stafaði af fjárfestingu sem síðar muni skila útflutningstekjum. Um helming fyrirsjáanlegs viðskiptahalla má rekja beint eða óbeint til virkjanaframkvæmda en aukin einkaneysla á einnig sinn þátt í viðskipstahallanum. Þrátt fyrir mikinn halla í viðskiptum gerir fjármálaráðuneytið ekki ráð fyrir að gengi krónunnar veikist mjög á næstu árum. Að sögn Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, gæti hagvöxtur orðið meiri en spáð er þar sem spár um vöxt einkaneyslu séu hóflegar. "Það er gert ráð fyrir að það muni hægt draga úr vexti einkaneyslu en innkoma bankanna á lánamarkaði gæti viðhaldið þeim vexti áfram og leitt til aukinnar neyslu. Þetta er áhættuatriði. Einkaneyslan gæti vaxið meira og þá yrði hagvöxtur meiri en einnig viðskiptahallinn og það gæti þá haft í för með sér aukna verðbólgu," segir Bolli. Ef einkaneyslan vex áfram hratt hefur það í för með sér að ríkisvaldið þarf að líkindum að draga úr framkvæmdum frekar en nú þegar hefur verið ákveðið. Fjármálaráðherra segir að framkvæmdir á næsta og þarnæsta ári verði tveimur milljörðum minni en áætlanir höfðu gert ráð fyrir til þess að draga úr þensluáhrifum. Atvinnuástand mun einnig batna á næstu árum að mati fjármálaráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að það verði komið niður í 2,25 prósent árið 2006.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira