Gleymum ekki hinum gleymnu 27. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun