Eins og tvær stóriðjur 15. september 2004 00:01 Forstjóri Kauphallarinnar telur að varlega beri að fara í að herða að regluverki viðskiptalífsins eins og tilhneiging sé í umræðunni. Frjáls fjármagnsmarkaður hafi skapað jarðveg útrásarinnar sem skili sér af fullum þunga inn í þjóðarbúið. Sjávarútvegurinn hefur ekki náð sér á sömu siglingu og útrásarfyrirtækin vegna þess að hann býr við skertan aðgang að fjármagni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Erlendum aðilum er ekki heimilt að fjárfesta beint í greininni. "Mér finnst það sterkt sjónarhorn að spyrja sig hvernig það geta verið hagsmunir sjávarútvegsins að búa við aðgangstakmarkanir að fjármagni." Þórður fjallaði í erindi sínu um útrásarfyrirtækin og þátt þeirra í þróun fjármálamarkaðar. Þau fyrirtæki sem Þórður leit til í samhenginu eru Actavis, Bakkavör, Marel, KB banki og Össur. Þórður segir útrásarfyrirtækin hafa skipt sköpum fyrir Kauphöllina, "...um leið og Kauphöllin og fjármálamarkaður hafa skipt sköpum fyrir vöxt og viðgang þeirra". Þórður segir athyglisvert að viðskipti með þessi félög séu helmingur veltu Kauphallarinnar. "Markaðsvirði þeirra hefur aukist um 400 milljarða frá því í ársbyrjun árið 2000 í tæpa 475 milljarða." Aukningin nemur sem svarar tvöföldun virkjunar og álversframkvæmda á Austurlandi. Fyrirtækin hafa nýtt sér innlendan fjármálamarkað og skráningu í Kauphöllinni með því að afla fjár til fjárfestinga. "Þau hafa kunnað þá list sem fólgin er í innbyrðis sameiningum og yfirtökum á markaði. Reynslan af innlendum hlutabréfamarkaði er notadrjúgt veganesti við yfirtökum á eflendum fyrirtækjum." Fyrst og fremst sé um að ræða framsækin fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk sem byggt hafa á þeim grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum með opnu og hagfelldu starfsumhverfi. Þessi fyrirtæki skjóti fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. "Samkvæmt áætlunum greiningardeilda er gert ráð fyrir að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 20 milljarðar. Til samanburðar var árlegur meðalhagnaður allra fyrirtækja í landinu á árunum 1998 til 2002 milli 30 og 40 milljarðar." Þórður segir að vöxt og viðgang útrásarfyrirtækjanna megi þakka opnum fjármagnsmarkaði og auknu viðskiptafrelsi. "Við þurfum að standa vörð um þennan grunn. Ég segi það af gefnu tilefni, því að sumu leyti virðist frelsið eiga undir högg að sækja, í þeim skilningi. Því það virðist vera nokkuð skýr ásetningur manna að "taka á" viðskiptalífinu," segir Þórður. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Forstjóri Kauphallarinnar telur að varlega beri að fara í að herða að regluverki viðskiptalífsins eins og tilhneiging sé í umræðunni. Frjáls fjármagnsmarkaður hafi skapað jarðveg útrásarinnar sem skili sér af fullum þunga inn í þjóðarbúið. Sjávarútvegurinn hefur ekki náð sér á sömu siglingu og útrásarfyrirtækin vegna þess að hann býr við skertan aðgang að fjármagni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í gær. Erlendum aðilum er ekki heimilt að fjárfesta beint í greininni. "Mér finnst það sterkt sjónarhorn að spyrja sig hvernig það geta verið hagsmunir sjávarútvegsins að búa við aðgangstakmarkanir að fjármagni." Þórður fjallaði í erindi sínu um útrásarfyrirtækin og þátt þeirra í þróun fjármálamarkaðar. Þau fyrirtæki sem Þórður leit til í samhenginu eru Actavis, Bakkavör, Marel, KB banki og Össur. Þórður segir útrásarfyrirtækin hafa skipt sköpum fyrir Kauphöllina, "...um leið og Kauphöllin og fjármálamarkaður hafa skipt sköpum fyrir vöxt og viðgang þeirra". Þórður segir athyglisvert að viðskipti með þessi félög séu helmingur veltu Kauphallarinnar. "Markaðsvirði þeirra hefur aukist um 400 milljarða frá því í ársbyrjun árið 2000 í tæpa 475 milljarða." Aukningin nemur sem svarar tvöföldun virkjunar og álversframkvæmda á Austurlandi. Fyrirtækin hafa nýtt sér innlendan fjármálamarkað og skráningu í Kauphöllinni með því að afla fjár til fjárfestinga. "Þau hafa kunnað þá list sem fólgin er í innbyrðis sameiningum og yfirtökum á markaði. Reynslan af innlendum hlutabréfamarkaði er notadrjúgt veganesti við yfirtökum á eflendum fyrirtækjum." Fyrst og fremst sé um að ræða framsækin fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk sem byggt hafa á þeim grunni sem lagður hefur verið á undanförnum árum með opnu og hagfelldu starfsumhverfi. Þessi fyrirtæki skjóti fjölbreyttari stoðum undir efnahagslífið. "Samkvæmt áætlunum greiningardeilda er gert ráð fyrir að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 20 milljarðar. Til samanburðar var árlegur meðalhagnaður allra fyrirtækja í landinu á árunum 1998 til 2002 milli 30 og 40 milljarðar." Þórður segir að vöxt og viðgang útrásarfyrirtækjanna megi þakka opnum fjármagnsmarkaði og auknu viðskiptafrelsi. "Við þurfum að standa vörð um þennan grunn. Ég segi það af gefnu tilefni, því að sumu leyti virðist frelsið eiga undir högg að sækja, í þeim skilningi. Því það virðist vera nokkuð skýr ásetningur manna að "taka á" viðskiptalífinu," segir Þórður.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira