Ráðstafanir vegna atvinnuleysis 9. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þegar stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru í sjónmáli fyrir um það bil tveimur árum fylltust margir bjartsýni um að atvinnuleysi í landinu minnkaði verulega. Ýmsum sýndist jafnvel umfang framkvæmdanna slíkt að skortur yrði á vinnuafli sem aftur hefði í för með sér launaskrið á vinnumarkaði með tilheyrandi verðbólguáhættu. Þetta hefur ekki gengið eftir. Hagvöxtur hefur að vísu aukist og virðist ætla að aukast áfram en atvinnuleysið er enn umtalsvert. Yfir fimm þúsund vinnufærir einstaklingar hafa enga daglega launavinnu. Eðlilega velta margir því fyrir sér hverju það sæti. Í þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka, sem birt var á þriðjudaginn, er að finna forvitnilegar vangaveltur sem bregða ljósi á málið. Þar segir að aukinni vinnuaflsþörf við stóriðjuframkvæmdirnar hafi að miklu leyti verið mætt með innfluttu vinnuafli. Þess vegna hafi ekki skapast störf fyrir Íslendinga. Þá geri öflugar vinnuvélar og tækjabúnaður við framkvæmdirnar það að verkum að ekki sé þörf á jafn mörgum starfsmönnum og áður við sambærileg verkefni. Þessu til viðbótar telja sérfræðingar Íslandsbanka að við upphaf núverandi vaxtarskeiðs í efnahagslífinu hafi verið um að ræða allmikla vannýtta framleiðslugetu innan fyrirtækjanna. Það þýðir með öðrum orðum að um falið atvinnuleysi hafi verið að ræða. Fyrirtækin hafi ekki sagt upp starfsfólki þó að not fyrir það hafi verið lítil eða takmörkuð. Loks er bent á að ör þróun í upplýsingatækni kunni að skýra minni þörf fyrir vinnuafl. Allt eru þetta skynsamlegar ábendingar og umhugsunarverðar. Þær segja okkur að breytingar á atvinnulífinu sem áður tryggðu aukna atvinnu gera það ekki lengur. Ekki er það að öllu leyti vond þróun því hún þýðir að við getum aukið hagvöxt og bætt heildarlífskjörin án þess að þjóðfélagið lendi í vítahring verðbólgu eins og fyrr á árum. En þessi þróun vekur upp spurningar um verkefni fyrir þá sem eru atvinnulausir til lengri tíma. Eitthvert atvinnuleysi er eðlilegt og tímabundnar sveiflur í atvinnustigi þurfa ekki endilega að vera sérstakt áhyggjuefni. Það sem menn hljóta að staldra við sérstaklega núna er hve sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í eitt ár eða lengur er orðinn fjölmennur. Hann telur nú á áttunda hundrað manns. Margir þessara atvinnuleysingja eru búnir hæfileikum og reynslu sem þjóðfélagið þarf að geta nýtt með einhverjum hætti. Í þessum hópi er margt fjölskyldufólk sem á erfitt með að láta enda ná saman í daglegu lífi vegna aðstæðna sinna. Atvinnuleysið skapar félagsleg vandamál sem eru óviðunandi fyrir okkar litla þjóðfélag. Ánægjulegu tíðindin í þjóðhagsspá Íslandsbanka eru þau orð að búast megi við að verulega dragi úr atvinnuleysi á næsta ári og þarnæsta. Það er að vísu tímabundin þróun að því er virðist en bót í máli. En ástæða er til að velta því fyrir sér hvort ekki sé með einhverjum hætti hægt að greiða götu þeirra sem ekki munu fyrirsjáanlega fá vinnu á næstu mánuðum. Getur ekki verið skynsamlegt fyrir ríki og sveitarfélög að leggja fé í markvissa ókeypis endurmenntun þessa fólks, svo sem á sviði upplýsingatækni, eða bjóða því aðrar námsleiðir og nýta þannig biðtímann á uppbyggilegan hátt? Aðgerðaleysi er versta böl hinna atvinnulausu. Eru ekki augljós hagræn rök fyrir því að verja opinberum fjármunum í námskeið og endurhæfingu atvinnulausra?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun