Vextir á lánum ennþá hærri hér 30. ágúst 2004 00:01 MYND/Vísir Vextir á íbúðalánum hér á landi eru enn mun hærri en í nágrannalöndunum, þrátt fyrir vaxtalækkun síðustu viku, sé mið tekið af verðtryggingu lána. Vaxtalækkun á húsnæðislánum síðustu vikuna hefur mælst vel fyrir og hefur verið nóg að gera hjá viðskiptabönkunum við að afgreiða umsóknir um húsnæðislán. En vaxtastigið segir ekki alla söguna, því hér á landi eru húsnæðislán undantekningarlaust verðtryggð. Neytendasamtökin telja verðtrygginguna tímaskekkju og í raun dulbúna vexti. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þegar bornir séu saman vextir á langtímalánum hér á landi og í nágrannalöndunum, verði að taka tillit til þess að Ísland er eina landið þar sem er verðtrygging. Þegar verðtryggingin sé lögð ofan á þessa vexti sem eru rúm fjögur prósent, sé líklegt að vaxtastig hér á landi sé ennþá hærra en í nágrannalöndunum. Jóhann segir forsendur hér á landi ekki vera með öðrum hætti en í nágrannalöndunum og því vilji neytendasamtökin að verðtryggingin verði afnumin, og því fyrr því betra. Beðið hefur verði eftir útspili stærstu lífeyrissjóða, enda skipta lífeyrissjóðslán með veð í húseignum tugþúsundum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur þegar ákveðið að lækka vexti, en þó verður ekki ljóst fyrr en í september hver vaxtaprósentan verður. Lífeyrissjóður Verslunarmanna tekur ákvörðun um vaxtastig á morgun og á hún að taka gildi strax á miðvikudag, 1. september. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, segir að vextir muni þá lækka verulega. Vaxtalækkun lífeyrissjóða nær einnig til eldri lána, þannig að sjóðsfélagar, sem þegar greiða af lánum þurfa ekki að taka ný lán, heldur lækka vextirnir sjálfkrafa. En með vöxtum á húsnæðislánum er ekki öll sagan sögð. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í þessari viku. Bankinn hefur þegar hækkað vexti í þremur skrefum að undanförnu, eða úr 5,3% í 6,25%. Hagvöxtur og mikil einkaneysla mælir með hækkun vaxta auk þess sem verðbólga er komin yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Nú þegar lánaframboð eykst, er því spáð að verðbólgan kunni að aukast frekar, með meiri einkaneyslu landsmanna. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Vextir á íbúðalánum hér á landi eru enn mun hærri en í nágrannalöndunum, þrátt fyrir vaxtalækkun síðustu viku, sé mið tekið af verðtryggingu lána. Vaxtalækkun á húsnæðislánum síðustu vikuna hefur mælst vel fyrir og hefur verið nóg að gera hjá viðskiptabönkunum við að afgreiða umsóknir um húsnæðislán. En vaxtastigið segir ekki alla söguna, því hér á landi eru húsnæðislán undantekningarlaust verðtryggð. Neytendasamtökin telja verðtrygginguna tímaskekkju og í raun dulbúna vexti. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að þegar bornir séu saman vextir á langtímalánum hér á landi og í nágrannalöndunum, verði að taka tillit til þess að Ísland er eina landið þar sem er verðtrygging. Þegar verðtryggingin sé lögð ofan á þessa vexti sem eru rúm fjögur prósent, sé líklegt að vaxtastig hér á landi sé ennþá hærra en í nágrannalöndunum. Jóhann segir forsendur hér á landi ekki vera með öðrum hætti en í nágrannalöndunum og því vilji neytendasamtökin að verðtryggingin verði afnumin, og því fyrr því betra. Beðið hefur verði eftir útspili stærstu lífeyrissjóða, enda skipta lífeyrissjóðslán með veð í húseignum tugþúsundum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur þegar ákveðið að lækka vexti, en þó verður ekki ljóst fyrr en í september hver vaxtaprósentan verður. Lífeyrissjóður Verslunarmanna tekur ákvörðun um vaxtastig á morgun og á hún að taka gildi strax á miðvikudag, 1. september. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, segir að vextir muni þá lækka verulega. Vaxtalækkun lífeyrissjóða nær einnig til eldri lána, þannig að sjóðsfélagar, sem þegar greiða af lánum þurfa ekki að taka ný lán, heldur lækka vextirnir sjálfkrafa. En með vöxtum á húsnæðislánum er ekki öll sagan sögð. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína í þessari viku. Bankinn hefur þegar hækkað vexti í þremur skrefum að undanförnu, eða úr 5,3% í 6,25%. Hagvöxtur og mikil einkaneysla mælir með hækkun vaxta auk þess sem verðbólga er komin yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Nú þegar lánaframboð eykst, er því spáð að verðbólgan kunni að aukast frekar, með meiri einkaneyslu landsmanna.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira