Viðskipti innlent

Hagnaður í samkeppni

Tekjur Flugleiða jukust um 18 prósent milli ára og nam veltan fyrri hluta ársins tæpum nítján milljörðum króna. Farþegum fjölgaði verulega, en á móti fjölda farþega kom lækkandi farmiðaverð og eldsneytishækkanir sem koma félaginu illa. Sigurður Helgason, forstjóri fyrirtækisins segist gera ráð fyrir að eldneytishækkanir hafi meiri áhrif á afkomuna á seinni hluta ársins. "Það er til marks um styrk félagsins og uppbyggingu að þrátt fyrir eldsneytishækkanir og aukna samkeppni í alþjóðaflugi er gert ráð fyrir að hagnaður verði af starfsemi félagsins á árinu í heild." Afkoma Flugrekstrarins er betri en í fyrra þrátt fyirir aukna samkeppni og hækkandi launakostnað og eldsneyti. Sigurður segir að skipting félagsins í móðurfélag og dótturfélög með skýra ábyrgð á eigin rekstri hefði tvímælalaust átt þátt í að styrkja afkomuna undanfarin tvö ár. Hann segir áfram haldið á sömu braut. Markmiið sé að auka enn vöxt í starfseminni og nýta tækifæri á nýjum mörkuðum í alþjóðlegu leiguflugi, fraktflugi og á fleiri sviðum. Þá segir Sigurður að félagið muni herða sókn á alþjóðlegan ferðamanna markað sem hafi skilað umtalsvertr meiri vexti í ferðaþjónustu hér á landi en í nágrannalöndum beggja vegna Atlantshafsins. Sigurður boðar einnig aukinn sveigjanleika í rekstrinum til þess að takast á við sveiflukenndan markað. Stefnt er að því að efla móðurfélagið og verður sett upp Stefnumótunar- og fjármálasvið undir forystu Einars Sig Hagnaður Flugleiða, það sem af er ári var talsvert betri en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir. Hagnaður annars ársfjórðungs nam rúmum 900 milljónum króna. Hagnaður fyrstu sex máuði ársins nam tólf milljónum króna sem er um 900 milljón króna betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Þá var tapið 903 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×