Sport

Rehhagel ekki hrifinn af Maradona

Þjóðverjinn Otto Rehhagel, þjálfari grísku Evrópumeistaranna í knattspyrnu, er ekki hrifinn af Diego Armando Maradona. Á blaðamannafundi kallaði hann Maradona fallna stjörnu. "Hann hefði getað orðið lifandi goðsögn en hann langaði svo sárlega að verða stjarna að þegar það tókst réð hann ekkert við það. Hann verður aldrei fyrirmynd ungra knattspynumanna þrátt fyrir að vera einn besti knattspyrnumaður sem fram hefur komið," sagði Rehhagel sem þekktur er fyrir að vera snöggur upp og láta ýmislegt flakka um menn og málefni þegar síst varir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×