Sport

U16 vann Tékka í framlengingu

Sextán ára landslið drengja sigraði Tékkland, 75-73, í framlengdum leik í B-deild Evrópumótsins í körfubolta á Englandi í gær. Brynjar Björnsson var atkvæðamestur í íslenska liðinu með 38 stig. Íslendingar eru efstir í riðlinum og eiga tvo leiki eftir í keppninni. Markmið liðsins er að komast í lokakeppni Evrópumótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×