Þrenna frá Þórarni gegn Víkingum 13. ágúst 2004 00:01 Víkingar misstu niður forustu á heimavelli annan heimaleikinn í röð og eru allt annað en lausir við fallbaráttuna í Landsbankadeild karla. Keflvíkingar skildu sig hins vegar frá neðri hlutanum með 2–3 karaktersigri á Víkingi í gær. Víkingar komust í 2–0 en þrenna frá Þórarni Kristjánssyni tryggði Keflavík þrjú stig og 3. sæti í deildini. Það er ólíklegt að Þórarinn Kristjánssyni nái að endurleika síðustu átta daga einhvern tímann á ferlinum. Fyrst skoraði hann eina markið í útisigri á Fylki sem kom liðinu í undanúrslit bikarsins, þá skoraði hann tvö og lagði upp eitt í 4–2 sigri á Fylki og loks þrennu gegn Víkingum í gær. Sex mörk þar, tvö sigurmörk á aðeins 8 dögum sem færa liðinu 6 stig og sæti í undanúrslitum bikars. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í föstum leikatriðum og við erum virkilega spældir með þessum leik. Við uppskárum samt eins og við sáðum og þetta var bara okkur að kenna. Við bökkum of mikið en annars veit ég ekki hvað gerðist. Þetta er tvímælalaust slakasti leikur okkar í langan tíma og þá sérstaklega síðari hálfleikurinn. Víkingar verða seint sakaðir um að gefast upp og nú þurfum við bara að vinna okkur gegnum þetta mótlæti,“ sagði Víkingurinn Grétar Sigurðsson. „Þetta er alveg magnað og ég á bara eiginlega ekki til orð,“ sagði Þórarinn Kristjánsson eftir leik en hann en nú orðinn annar markahæstur með átta mörk. „Við erum með hörkulið og það var ekkert annað fyrir okkur en að rífa okkur upp því við vorum ekkert búnir að gera framan af leiknum. Við duttum bara í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Við vorum að spila alveg hörmulega um miðkaflann á mótinu en erum loks að vakna núna.“ Þórarinn var besti maður Keflavíkur ásamt Stefáni Gíslasyni, sem var mjög sterkur í vörninni. Stefán var sáttur í leikslok. „Það var þvílíkur karakter og liðsandi sem við sýndum í dag. Við vorum ekki mættir í fyrri hálfleik en um leið og við fórum að mæta þeim í tæklingum og skallaboltum, þá kom spilið og við bara keyrðum yfir þá. Við erum að ná upp sama leik og við byrjuðum mótið á og við vitum alveg að við getum spilað þennan bolta sem við sýndum í seinni hálfleik. Við þurfum bara að trúa á það og vonandi náum við að byggja ofan á sjálfstraustið úr síðustu leikjum,“ sagði Stefán. „Hann er funheitur núna og okkur vantaði að einhver senterinn færi að setja hann. Það er hrikaleg flott að sjá til hans í síðustu leikjum,“ sagði Stefán um félaga sinn Þórarin Kristjánsson. Víkingur-Keflavík 2-3 1–0 Daníel Hjaltason, víti 4. 2–0 Viktor Bjarki Arnarsson 24. 2–1 Þórarinn Kristjánsson, víti 40. 2–2 Þórarinn Kristjánsson 68. 2–3 Þórarinn Kristjánsson 71. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson Mjög slakur Bestur á vellinum Þórarinn Kristjánsson Keflavík Tölfræðin Skot (á mark) 9–10 (3–7) Horn 4–3 Aukaspyrnur fengnar 7–23 Rangstöður 1–2 Mjög góðir Þórarinn Kristjánsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík Góðir Kári Árnason Víkingi Grétar Sigurðsson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Höskuldur Eiríksson Víkingi Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi Guðjón Antoníusson Keflavík Scott Ramsey Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson skoraði einnig sigurmarkið í fyrri leik liðanna og er maðurinn á bak við sex stig Keflavíkur gegn Víkingum í sumar. Markahæstir í Landsbankadeild karla Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 8 Grétar Hjartarson, Grindavík 7 Ríkharður Daðason, Fram 7 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Næstu leikir í Landsbankadeild karla ÍBV–FH sun. 15. ág. 17.00 Fylkir–Fram sun. 15. ág. 18.00 ÍA–KR sun. 15. ág. 18.00 Grindavík–KA sun. 15. ág. 18.00 KA–Fram lau. 21. ág. 16.00 FH–ÍA sun. 22. ág. 17.00 Keflavík–ÍBV sun. 22. ág. 18.00 Víkingur–Fylkir sun. 22. ág. 18.00 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Sjá meira
Víkingar misstu niður forustu á heimavelli annan heimaleikinn í röð og eru allt annað en lausir við fallbaráttuna í Landsbankadeild karla. Keflvíkingar skildu sig hins vegar frá neðri hlutanum með 2–3 karaktersigri á Víkingi í gær. Víkingar komust í 2–0 en þrenna frá Þórarni Kristjánssyni tryggði Keflavík þrjú stig og 3. sæti í deildini. Það er ólíklegt að Þórarinn Kristjánssyni nái að endurleika síðustu átta daga einhvern tímann á ferlinum. Fyrst skoraði hann eina markið í útisigri á Fylki sem kom liðinu í undanúrslit bikarsins, þá skoraði hann tvö og lagði upp eitt í 4–2 sigri á Fylki og loks þrennu gegn Víkingum í gær. Sex mörk þar, tvö sigurmörk á aðeins 8 dögum sem færa liðinu 6 stig og sæti í undanúrslitum bikars. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í föstum leikatriðum og við erum virkilega spældir með þessum leik. Við uppskárum samt eins og við sáðum og þetta var bara okkur að kenna. Við bökkum of mikið en annars veit ég ekki hvað gerðist. Þetta er tvímælalaust slakasti leikur okkar í langan tíma og þá sérstaklega síðari hálfleikurinn. Víkingar verða seint sakaðir um að gefast upp og nú þurfum við bara að vinna okkur gegnum þetta mótlæti,“ sagði Víkingurinn Grétar Sigurðsson. „Þetta er alveg magnað og ég á bara eiginlega ekki til orð,“ sagði Þórarinn Kristjánsson eftir leik en hann en nú orðinn annar markahæstur með átta mörk. „Við erum með hörkulið og það var ekkert annað fyrir okkur en að rífa okkur upp því við vorum ekkert búnir að gera framan af leiknum. Við duttum bara í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Við vorum að spila alveg hörmulega um miðkaflann á mótinu en erum loks að vakna núna.“ Þórarinn var besti maður Keflavíkur ásamt Stefáni Gíslasyni, sem var mjög sterkur í vörninni. Stefán var sáttur í leikslok. „Það var þvílíkur karakter og liðsandi sem við sýndum í dag. Við vorum ekki mættir í fyrri hálfleik en um leið og við fórum að mæta þeim í tæklingum og skallaboltum, þá kom spilið og við bara keyrðum yfir þá. Við erum að ná upp sama leik og við byrjuðum mótið á og við vitum alveg að við getum spilað þennan bolta sem við sýndum í seinni hálfleik. Við þurfum bara að trúa á það og vonandi náum við að byggja ofan á sjálfstraustið úr síðustu leikjum,“ sagði Stefán. „Hann er funheitur núna og okkur vantaði að einhver senterinn færi að setja hann. Það er hrikaleg flott að sjá til hans í síðustu leikjum,“ sagði Stefán um félaga sinn Þórarin Kristjánsson. Víkingur-Keflavík 2-3 1–0 Daníel Hjaltason, víti 4. 2–0 Viktor Bjarki Arnarsson 24. 2–1 Þórarinn Kristjánsson, víti 40. 2–2 Þórarinn Kristjánsson 68. 2–3 Þórarinn Kristjánsson 71. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson Mjög slakur Bestur á vellinum Þórarinn Kristjánsson Keflavík Tölfræðin Skot (á mark) 9–10 (3–7) Horn 4–3 Aukaspyrnur fengnar 7–23 Rangstöður 1–2 Mjög góðir Þórarinn Kristjánsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík Góðir Kári Árnason Víkingi Grétar Sigurðsson Víkingi Steinþór Gíslason Víkingi Höskuldur Eiríksson Víkingi Viktor Bjarki Arnarsson Víkingi Guðjón Antoníusson Keflavík Scott Ramsey Keflavík Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Ingvi Rafn Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson skoraði einnig sigurmarkið í fyrri leik liðanna og er maðurinn á bak við sex stig Keflavíkur gegn Víkingum í sumar. Markahæstir í Landsbankadeild karla Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 11 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík 8 Grétar Hjartarson, Grindavík 7 Ríkharður Daðason, Fram 7 Arnar Gunnlaugsson, KR 5 Næstu leikir í Landsbankadeild karla ÍBV–FH sun. 15. ág. 17.00 Fylkir–Fram sun. 15. ág. 18.00 ÍA–KR sun. 15. ág. 18.00 Grindavík–KA sun. 15. ág. 18.00 KA–Fram lau. 21. ág. 16.00 FH–ÍA sun. 22. ág. 17.00 Keflavík–ÍBV sun. 22. ág. 18.00 Víkingur–Fylkir sun. 22. ág. 18.00
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Sjá meira