Sport

Töpuðu fyrir Dönum í spennuleik

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Dönum, 68-76, í jöfnum og spennandi leik á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Íslenska liðið var með 7 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en missti það niður og þar með misstu stelpurnar líklega af bronsinu á mótinu. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Dönum, 68-76, í jöfnum og spennandi leik á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Íslenska liðið var með 7 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann en missti það niður og þar með misstu stelpurnar líklega af bronsinu á mótinu. Danir höfðu fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 17-22, það var jafn í hálfleik, 38-38 og íslenska liðið hafði sjö stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann, 60-53. Íslenska liðið skoraði fyrstu körfu fjórða leikhluta og komst níu stigum yfir en þá komi 15 dönsk stig í röð sem gerðu út um leikinn. Ívar Ásgrímsson þjálfari var svekktur í samtali við heimasíðu KKÍ en með sigri hefði liðið tryggt sér þriðja sætið í mótinum. "Það er gríðarlega sárt að tapa þessum leik. Stelpurnar börðust mjög vel og við vorum að spila okkar besta leik í mótinu. Við fengum mjög hæpnar villur dæmdar á okkur í lokin og Danirnir unnu leikinn á vítalínunni í lokin. Ég er mjög stoltur af stelpunum í þessum leik og við vorum óheppin að landa okkur öðrum sigri í mótinu." Hin 16 ára gamla Helena Sverrisdóttir skoraði 14 stig og það munaði miklu um hana þegar hún fór útaf með fimm villur. Þær Erla Þorsteinsdóttir, Signý Hermannsdóttir og Birna Valgarðsdóttir voru allar með 12 stig og þær Alda Leif Jónsdóttir og Erla Reynisdóttir skoruðu átta stig hvor. Íslenska liðið spilar lokaleik sinn á mótinu gegn sterku liði Finna í hádeginu í morgun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×