Sport

Dregið í Evrópukeppninni

Valur mætir Grasshoppers frá Sviss í 2. umferð í Evópukeppni félagsliða í handknattleik karla. Hlíðarendapiltar eiga fyrri leikinn á heimavelli, 9. eða 10. október. Fram mætir rúmenska liðinu Uztel Ploiesti í nóvember í 3. umferð í áskorendakeppni Evrópu og er fyrri leikurinn á heimavelli Fram. Íslandsmeistarar Haukar mæta Neerpelt frá Belgíu í undankeppni Meistaradeildarinnar. Ef Haukar tapa þeirri rimmu leika þeir gegn Baracuda frá Makedóníu í Evrópukeppni félagsliða. Dregið var í morgun.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×