Sport

Luis Enrique hættur

Luis Enrique, miðvallarleikmaður Barcelona og einn besti knattspyrnumaður Spánverja síðasta áratuginn, ákvað í gær að leggja skóna á hilluna, 34 ára gamall. Hann lék 62 landsleiki fyrir Spán. Enrique lék í fjögur ár með Real Madrid og vann gull með Ólympíuliði Spánverja árið 1996 í Barcelona. Hann átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og telur sig ekki geta náð fyrri styrk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×