Sport

Bjarki enn og aftur meiddur

Meiðslasaga Bjarka Sigurðssonar, handknattleikskappa úr Val, heldur áfram og það á greinilega ekki af honum að ganga. Enn eina ferðina er Bjarki illa meiddur og enn og aftur eru það hnémeiðsli. Það gerðist á æfingu um helgina að hann meiddist illa á hné og er líklegt talið að fremra krossband sé slitið. Þetta eru samskonar meiðsli og á sama hné og Bjarki varð fyrir árið 2002 og hefur hann ekki náð sér sá strik síðan. Bjarki var á sínum tíma einn allra efnilegasti leikmaður okkar en bróðir hans er einmitt Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska handknattleikslandsliðsins. Meiðsli Bjarka eru að sjálfsögðu mikið áfall fyrir Valsmenn sem komust alla leið í lokaúrslitin í vor en biðu þar lægri hlut gegn Haukum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×