Sport

Íslenskur sigur gegn Póllandi

Íslenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Pólland, 90-82, í vináttuleik liðanna sem fram fór í Stykkishólmi síðdegis í dag. Þetta var annar af þremur leikjum liðanna en Pólverjar báru sigur úr bítum í þeim fyrsta. Staðan í hálfleik í gær var 38-36 en það var frábær 4. leikhluti hjá íslenska liðinu, þó sér í lagi þeim Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni sem skoruðu 23 af 34 stigum liðsins í 4. leikhluta, sem skóp sigurinn. Íslenska liðið lék mun betur en í fyrsta leiknum, spilið gekk mun betur fyrir sig og hittnin var með góðu móti. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í liði Íslands, en auk þess að skora 23 stig tók hann 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij var í byrjunarliði Íslands í gær og lék þar með sinn fyrsta landsleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×