Sport

Haukar spila báða leikina heima

Íslands- og deildarmeistarar Hauka, spila báða leikina á heimavelli, gegn belgíska liðinu Sporting Neerpelt, í undankeppni meistaradeildarinnar í handknattleik. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 11.september og hefst hann klukkan 16:30. Seinni leikurinn fer fram kvöldið eftir, klukkan 20:00. Slái Haukarnir Belgana út, sem verður að teljast nokkuð líklegt, fer liðið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mun etja kappi við þýska liðið THW Kiel, sænska liðið IK Savehof og franska liðið US Creitel Handball. Handboltaáhugamönnum er enn í fersku minni glæsilegur árangur Haukanna í Meistaradeildinni á síðastliðnu keppnistímabili þar sem liðið gerði meðal annars jafntefli við stórlið Barcelona á útivelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×