Sport

Da Matta frá Toyota

Toyota hefur leyst Cristiano da Matta undan samningi sínum og mun Ricardo Zonta, æfingaökumaður liðsins, taka stöðu hans út þetta keppnistímabil. Það var búist við því að da Matta færi frá Toyota en ekki fyrr en að loknu þessu keppnistímabili. Ralf Schumacher er þegar búinn að gera samning við Toyota og mjög líklegt er talið að það sama muni Jarno Trulli gera mjög fljótlega. Yfirmaður Toyota-liðsins, Tsutomu Tomita, sagði liðið hafa endurskoðað áætlanir sínar eftir útkomuna úr þremur síðustu keppnum: "Zonta hefur staðið sig mjög vel og okkur fannst ekki sanngjarnt annað en að bjóða honum að keppa á meðal þeirra bestu.Við setjum stefnuna mjög hátt og viljum meira," sagði Tomita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×