Sport

Ræðst framtíð Erikssons í dag?

Framtíð Svens-Görans Erikssonar, þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu, gæti ráðist í dag en tólf manna nefnd knattspyrnusambandsins fundar í hádeginu. Eriksson heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa logið að knattspyrnusambandinu vegna sambands við einkaritarann Fariu Alam. Mark Palios, framkvæmdastjóri sambandsins, sagði af sér vegna málsins á sunnudag. Fastlega er búist við því að Eriksson sleppi með skrekkinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×