Sport

Meiddist við brekkusöng

Það getur margt gerst á Þjóðhátið í Eyjum og sérstaklega þegar brekkusöngur Árna Johnsen er í gangi. Það fékk Ómar Ingi Guðmundsson, leikmaður í 2. flokki HK í knattspyrnu að reyna á sunnudagskvöld. Hann varð fyrir því óhappi að detta í brekkunni á meðan stórfenglegur söngur Árna hljómaði sem hæst um dalinn og sneri sig illa á ökkla og missir af næsta leik HK. Sá leikur er ekki af minni gerðinni, undanúrslitaleikur bikarkeppninnar, gegn nágrönnunum úr Breiðabliki, og hefur HK aldrei komist svo langt áður í þessari keppni. Leikurinn er í kvöld klukkan 19, í Fagralundi, og ástæða til að hvetja Kópavogsbúa til að mæta og hvetja sína menn og kíkja í leiðinni á brekkusöngsdrenginn, kannski athuga hvort hann vilji ekki taka lagið fyrir viðstadda. Já, það er víða hægt að verða fyrir meiðslum í boltanum!



Fleiri fréttir

Sjá meira


×