Siglt undir fölsku flaggi 13. október 2005 14:24 Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Það er ekkert annað en hrein bókmenntasögufölsun að kenna þetta nýjasta Jackie Chan grín við sígilda og samnefnda sögu Jules Verne og hreint út sagt galið að telja þennan löngu látna franska vísindaskáldskaparhöfund upp sem einn handritshöfunda. Þessi mynd á nánast ekkert sameiginlegt með sögu hans annað en yfirskriftina og nöfn helstu persóna. Jú, það má svo vissulega verja það að grunnhugmyndin er tekin frá Verne en hér er sagt frá manni sem veðjar um að hann geti lokið hnattferð á 80 dögum. Afgangurinn er út í hött. Ferðalangurinn vaski Phileas Fogg er orðinn að kengrugluðum uppfinningamanni og sérvitringi sem engum dettur í hug að taka alvarlega og hægri hönd hans og helsta hjálparhella, Passepartout, er orðinn að Kínverja. Það má svo líta fram hjá því þar sem þetta er Jackie Chan mynd og hann er óneitanlega Kínverji. Þessi frávik eru líka alls ekki banabiti myndarinnar og eru í raun aukaatriði. Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með samhengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu. Nú er Jackie Chan oftast nær býsna skemmtilegur og aldrei betri en þegar hann hefur frábæra grínleikara til að styðja við bakið á sér (Shanghai Noon, Rush Hour). Þessi formúla klikkar algerlega að þessu sinni þar sem hinn kostulegi Steve Coogan (24 Hour Party People) leikur Fogg. Þeir félagar ná bara engri tengingu og samband þeirra er steingelt og húmorslaust. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman eru kunnugleg andlit og góðkunningjar Chans sem dúkka upp í fríkuðum smáhlutverkum. Owen Wilson ber auðvitað af þar og þá er óneitanlega fróðlegt að sjá Arnold Schwarzenegger í pilsi með mjög svo vafasama hárgreiðslu. Leikstjóri: Frank Coraci Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur kvikmynd fengið jafn misvísandi titil og þessi nýja útgáfa af Around the World in 80 days. Það er ekkert annað en hrein bókmenntasögufölsun að kenna þetta nýjasta Jackie Chan grín við sígilda og samnefnda sögu Jules Verne og hreint út sagt galið að telja þennan löngu látna franska vísindaskáldskaparhöfund upp sem einn handritshöfunda. Þessi mynd á nánast ekkert sameiginlegt með sögu hans annað en yfirskriftina og nöfn helstu persóna. Jú, það má svo vissulega verja það að grunnhugmyndin er tekin frá Verne en hér er sagt frá manni sem veðjar um að hann geti lokið hnattferð á 80 dögum. Afgangurinn er út í hött. Ferðalangurinn vaski Phileas Fogg er orðinn að kengrugluðum uppfinningamanni og sérvitringi sem engum dettur í hug að taka alvarlega og hægri hönd hans og helsta hjálparhella, Passepartout, er orðinn að Kínverja. Það má svo líta fram hjá því þar sem þetta er Jackie Chan mynd og hann er óneitanlega Kínverji. Þessi frávik eru líka alls ekki banabiti myndarinnar og eru í raun aukaatriði. Stóri bömmerinn er einfaldlega sá að handritið er stefnulaust rekald og það hefur verið höfundum og leikstjóranum gersamlega ofviða að festa söguna á filmu. Við sitjum því uppi með samhengislausa moðsuðu misskemmtilegra hasar- og slagsmálaatriða og sumarmynd sem nær aldrei að skapa spennu. Nú er Jackie Chan oftast nær býsna skemmtilegur og aldrei betri en þegar hann hefur frábæra grínleikara til að styðja við bakið á sér (Shanghai Noon, Rush Hour). Þessi formúla klikkar algerlega að þessu sinni þar sem hinn kostulegi Steve Coogan (24 Hour Party People) leikur Fogg. Þeir félagar ná bara engri tengingu og samband þeirra er steingelt og húmorslaust. Ljósi punkturinn í þessu öllu saman eru kunnugleg andlit og góðkunningjar Chans sem dúkka upp í fríkuðum smáhlutverkum. Owen Wilson ber auðvitað af þar og þá er óneitanlega fróðlegt að sjá Arnold Schwarzenegger í pilsi með mjög svo vafasama hárgreiðslu. Leikstjóri: Frank Coraci
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög