Vel heppnuð skíðaferð án skíða Dagur B. Eggertsson skrifar 9. júlí 2004 00:01 Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun