Vel heppnuð skíðaferð án skíða Dagur B. Eggertsson skrifar 9. júlí 2004 00:01 Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson - "Án hættumats og rökstuðnings eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin." Blaðamannafundur Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta hafði einhvern veginn sömu áhrif á mig og þegar Icy-tríóið flutti Gleðibankann í Bergen. Það hríslaðist um mig eitthvert undarlegt sambland af þjóðarstolti og bjánahrolli. Meira en ár er síðan upplýst var að Bandaríkjastjórn hafði ákveðið einhliða að draga orrustuvélar sínar frá Keflavíkurflugvelli. Forsætisráðherra gerði vel í að ná málinu úr þeim farvegi og inn á borð Bandaríkjaforseta. Það má hann eiga. En við fundarborðið virðist Davíð hafa dottið í hlutverk stráksins sem hafði mannað sig upp í tala við sætustu stelpuna í skólanum en gleymdi að hafa eitthvað að segja. Brá ekki fyrir glotti þegar Bush hallaði sér að okkar manni og sagði að næst mættu Íslendingar gjarnan leggja fram hættumat og rök fyrir því að landið þyrfti loftvarnir? Við getum í það minnsta gefið okkur að samningamenn Bandaríkjamanna hafi brosað í kampinn. Morgunblaðið sagði nefnilega frá því fyrir meira en tveimur árum að málefnafátækt Íslendinga í varnarviðræðunum vekti furðu. Þá voru "auðfundnir þeir menn [í Washington] sem engan botn fá í hættumat íslenskra ráðamanna": Og það er ennþá staðan. En hvernig hefur ríkisstjórnin nýtt tímann? Í vetur voru þoturnar umdeildu vikum saman á meginlandi Afríku án þess að nokkur tæki eftir. Ætli það hafi orðið til að styrkja trúna á hættumati Íslendinga? Heldur einhver að herþotur haldist hér á sjarmanum einum saman? Forsætisráðherra virðist mæta verr undirbúinn til viðræðna um þær en nýútskrifað skólafólk á leið í atvinnuviðtal. Goðsögnin um að Sjálfstæðisflokknum sé best treystandi fyrir varnar- og öryggismálum hefur beðið skipbrot. Eftir meira en tíu ára viðræður um varnarmál örlar ekki ennþá á mati á varnarþörf landsins, hvaða breytingar hafi orðið eftir lok kalda stríðsins og hvert hlutverk Íslands eigi að vera í hinni nýju heimsmynd. Án slíkra gagna eru fundir með Bandaríkjaforseta eins og þegar skíðalandsliðið mætti á Ólympíuleikana með allt nema skíðin. Þau gleymdust óvart heima. Sýnu verst er þó að fá hvað eftir annað staðfestingu á því að pukur og leynd íslenskra stjórnvalda með varnarmálin hafi fyrst og fremst verið til þess að breiða yfir veikan málstað og óvönduð vinnubrögð. Fyrir vikið hafa liðið tíu löng ár án löngu tímabærrar umræðu og endurskoðunar á öryggis- og varnarstefnu Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun