Sport

Framarar langneðstir

Keflvíkingar og Framarar gerðu jafntefli í Keflavík í gær, 1–1, en Keflavík vann bikarleik liðanna fyrir þremur dögum 1–0. Framarar léku þar með sinn áttunda leik í röð án sigurs og sitja langneðstir á botni deildarinnar, 4 stigum á eftir KA sem á auk þess leik inni.  Þórarinn Kristjánsson kom Keflavík yfir með laglegu marki eftir skemmtilegan einleik en Jón Gunnar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram og jafnaði leikinn. Hvorugt liðið náði að skora í seinni hálfleiknum sem var afar slakur og leiðinlegur en sá fyrri var mun skemmtilegri fyrir 646 áhorfendur leiksins. Ragnar Árnason fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu og Framarar voru því manni færri síðustu 21 mínútu leiksins. Keflavík – Fram 1-1 1–0 Þórarinn Kristjánsson 22. 1–1 Jón Gunnar Gunnarsson 39. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson Góður Bestur á vellinum Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Tölfræðin Skot (á mark)  19–10 (5–4) Horn 7–4 Aukaspyrnur fengnar 16–21 Rangstöður 6–5 Góðir Ólafur Ívar Jónsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Ríkharður Daðason Fram Jón Gunnar Gunnarsson Fram Gunnar Sigurðsson Fram Ragnar Árnason Fram Ingvar Þór Ólason Fram



Fleiri fréttir

Sjá meira


×