Sport

Óskabyrjun meistaranna

Kólumbíumenn hófu meistaravörn sína í Copa America vel þegar þeir lögðu Venesúela, 1-0, í opnunarleik mótsins. Sigur Kólumbíumanna var reyndar ekki sannfærandi en sigurmarkið kom á 22. mínútu úr vítaspyrnu. Það skoraði Malher Tressor Moreno. Kólumbíumenn reikna annars ekki með því að sigra keppnina enda eru þeir að byggja upp nýtt lið. Lágmarkskrafa þjóðarinnar var þó að þeir skyldu leggja Venesúela að velli enda hefur Venesúela aðeins unnið einn leik í sögu keppninnar og þá var enginn leikmanna liðsins í dag fæddur. Næst var komið að heimamönnum í Perú sem mætti landsliði Bólívíu. Heimamenn ætla sér stóra hluti í keppninni en þeir fóru ekki vel af stað því Bólívía komst í 2-0 með mörkum frá Joaquin Botero og Lorigo Alvarez. Heimamenn tóku við sér við seinna mark Bólivíumanna. Claudio Pizarro, fyrirliði Perú og framherji Bayern Munchen, minnkaði muninn rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og Roberto Palacios bjargaði síðan andliti heimamanna með jöfnunarmarkinu fjórum mínútum fyrir leikslok



Fleiri fréttir

Sjá meira


×