Í hvað fara útgjöld heimilanna? 7. júlí 2004 00:01 Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar