Vonbrigði í Washington 6. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu vonir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úrlausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Keflavík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætisráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upplýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington.Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tómhentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráðherra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins vegar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Bandaríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra.Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundarins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Bandaríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætisráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Íslandi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum.Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og viðurkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun