Sport

Kezman búinn að semja við Chelsea

Enn harðnar samkeppnin hjá Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea því Mateja Kezman er búinn að gera samning við félagið. Kezman er 25 ára framherji sem kemur frá Serbíu og Svartfjallandi. Hann hefur síðustu ár leikið með PSV Eindhoven og skorað grimmt. Stóru félögin hafa verið með hann í sigtinu í mörg ár og nú er hann loksins farinn. "Ég er búinn að skrifa undir," sagði Kezman við hollenska dagblaðið NOS Sportjournal. "Chelsea þarf núna að sjá til þess að ég fái atvinnuleyfi í Englandi. Ég verð síðan kynntur til leiks um næstu helgi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×