Óvenjuleg lending - en ekki snjöll 5. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun