Grikkir meistarar Evrópu 4. júlí 2004 00:01 Grikkir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu. Þeir unnu sanngjarnan og verðskuldaðan sigur á Portúgölum, 0-1, í Lissabon í gærkvöldi. Þar með er lokið óvæntustu velgengnissögu knattspyrnunnar frá upphafi hennar. Enginn átti von á þessu, enginn. Ekki einu sinni allra bjartsýnustu fylgismenn gríska liðsins og fyrir mót var nánast gengið að því vísu að liðið myndi tapa öllum leikjunum í riðlakeppninni. Í veðbönkum voru möguleikar Grikkja á Evrópumeistaratitlinum taldir 80/1 - sá sem veðjaði á sigur Grikkja fékk það því áttatíufalt til baka. En að leiknum sjálfum. Eins og svo oft áður í úrslitaleikjum stórmóta var þessi bragðdaufur og tilþrifalítill. Fyrri hálfleikur var ekki sérlega mikið fyrir augað í það heila og þróaðist í raun eins og flestir áttu von á fyrirfram - Grikkir vörðust fimlega og skutust síðan fram á við þegar færi gafst. Reyndar fór leikurinn ágætlega af stað og Grikkirnir þá ekkert síður sókndjarfir. Þeir áttu fallega sókn á 16. mínútu, spiluðu sig nánast í gegnum vörn Portúgala en markvörður þeirra, Richardo, var vel á verði. Smám saman fór síðan leikurinn í það far sem flestir áttu von á og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Grikkirnir lokuðu vel á sóknarlotur Portúgala sem fundu einfaldlega ekki taktinn - eða öllu heldur - Grikkirnir sviptu þá taktinum. Framan af síðari hálfleik gerðist ekki mikið og í raun var alveg óbreytt ástand frá fyrri hálfleiknum. Það dró síðan til tíðinda eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik en þá skoruðu Grikkir og þar var að verki Angelos Charisteas með skalla eftir hornspyrnu frá Angelos Basinas. Markið skrifast að miklu leyti á markvörðinn Richardo sem átti skelfilegt úthlaup. Hornspyrnan var sú fyrsta sem Grikkir fengu í leiknum og enn og aftur sýndu þeir hversu nýtnir þeir eru. Eftir markið reyndu Portúgalir allt hvað þeir gátu til þess að ná upp sterkri sóknarpressu en það gekk frekar brösuglega. Eftir því sem nær dró leikslokum fór örvæntingin síðan að gera vart við sig og færin voru fá. Þessi helst. Maniche átti lúmskt skot á 81. mínútu en gríski markvörðurinn Antonios Nikopolitis var virkilega vel á verði. Níu mínútum síðar átti Luis Figo skot rétt framhjá gríska markinu og það var síðasta færi leiksins. Það eru því Grikkir sem eru Evrópumeistarar og það verður að segjast eins og er að það er fyllilega sanngjarnt. Lið sem sigrar Portúgala tvisvar í Portúgal og leggur síðan Frakka og Tékka að velli er verðskuldaður sigurvegari. Þjóðverjinn Otto Rehhagel hefur gert kraftaverk fyrir gríska knattspyrnu og náð að hnoða saman ótrúlega sterkri liðsheild þar sem varnarleikur hefur nánast verið gerður að listformi. Otto þessi var oftlega nefndur Otto II þegar hann var við stjórnvölinn hjá Werder Bremen því liðið varð svo oft í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Sá ís er löngu brotinn og sigrarnir orðnir fjölmargir en þessi er án efa sá stærsti og auðvitað sá óvæntasti. Otto I hafði þetta að segja eftir sigurinn sanngjarna: "Þetta er sögulegur sigur. Þetta er stórkostlegt. Þetta er óvenjulegt afrek fyrir grískan fótbolta og sérstaklega fyrir evrópskan fótbolta. Mitt lið spilaði stórkostlegan fótbolta og við nýttum möguleika okkar mjög vel í allri keppninni." "Við biðjum Portúgali að fyrirgefa okkur þetta tap,"sagði þjálfari Portúgala, Luiz Felipe Scolari, eftir leik og bætti þessu við: "Við vorum ekki þess megnugir að skora mark í leiknum og því fór sem fór og þetta tap er ótrúlega sárt. Þeir unnu á varnarleiknum. Þeir unnu því þeir kunna að spila varnarleik." Orð að sönnu. Erlent Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Grikkir eru Evrópumeistarar í knattspyrnu. Þeir unnu sanngjarnan og verðskuldaðan sigur á Portúgölum, 0-1, í Lissabon í gærkvöldi. Þar með er lokið óvæntustu velgengnissögu knattspyrnunnar frá upphafi hennar. Enginn átti von á þessu, enginn. Ekki einu sinni allra bjartsýnustu fylgismenn gríska liðsins og fyrir mót var nánast gengið að því vísu að liðið myndi tapa öllum leikjunum í riðlakeppninni. Í veðbönkum voru möguleikar Grikkja á Evrópumeistaratitlinum taldir 80/1 - sá sem veðjaði á sigur Grikkja fékk það því áttatíufalt til baka. En að leiknum sjálfum. Eins og svo oft áður í úrslitaleikjum stórmóta var þessi bragðdaufur og tilþrifalítill. Fyrri hálfleikur var ekki sérlega mikið fyrir augað í það heila og þróaðist í raun eins og flestir áttu von á fyrirfram - Grikkir vörðust fimlega og skutust síðan fram á við þegar færi gafst. Reyndar fór leikurinn ágætlega af stað og Grikkirnir þá ekkert síður sókndjarfir. Þeir áttu fallega sókn á 16. mínútu, spiluðu sig nánast í gegnum vörn Portúgala en markvörður þeirra, Richardo, var vel á verði. Smám saman fór síðan leikurinn í það far sem flestir áttu von á og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Grikkirnir lokuðu vel á sóknarlotur Portúgala sem fundu einfaldlega ekki taktinn - eða öllu heldur - Grikkirnir sviptu þá taktinum. Framan af síðari hálfleik gerðist ekki mikið og í raun var alveg óbreytt ástand frá fyrri hálfleiknum. Það dró síðan til tíðinda eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik en þá skoruðu Grikkir og þar var að verki Angelos Charisteas með skalla eftir hornspyrnu frá Angelos Basinas. Markið skrifast að miklu leyti á markvörðinn Richardo sem átti skelfilegt úthlaup. Hornspyrnan var sú fyrsta sem Grikkir fengu í leiknum og enn og aftur sýndu þeir hversu nýtnir þeir eru. Eftir markið reyndu Portúgalir allt hvað þeir gátu til þess að ná upp sterkri sóknarpressu en það gekk frekar brösuglega. Eftir því sem nær dró leikslokum fór örvæntingin síðan að gera vart við sig og færin voru fá. Þessi helst. Maniche átti lúmskt skot á 81. mínútu en gríski markvörðurinn Antonios Nikopolitis var virkilega vel á verði. Níu mínútum síðar átti Luis Figo skot rétt framhjá gríska markinu og það var síðasta færi leiksins. Það eru því Grikkir sem eru Evrópumeistarar og það verður að segjast eins og er að það er fyllilega sanngjarnt. Lið sem sigrar Portúgala tvisvar í Portúgal og leggur síðan Frakka og Tékka að velli er verðskuldaður sigurvegari. Þjóðverjinn Otto Rehhagel hefur gert kraftaverk fyrir gríska knattspyrnu og náð að hnoða saman ótrúlega sterkri liðsheild þar sem varnarleikur hefur nánast verið gerður að listformi. Otto þessi var oftlega nefndur Otto II þegar hann var við stjórnvölinn hjá Werder Bremen því liðið varð svo oft í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Sá ís er löngu brotinn og sigrarnir orðnir fjölmargir en þessi er án efa sá stærsti og auðvitað sá óvæntasti. Otto I hafði þetta að segja eftir sigurinn sanngjarna: "Þetta er sögulegur sigur. Þetta er stórkostlegt. Þetta er óvenjulegt afrek fyrir grískan fótbolta og sérstaklega fyrir evrópskan fótbolta. Mitt lið spilaði stórkostlegan fótbolta og við nýttum möguleika okkar mjög vel í allri keppninni." "Við biðjum Portúgali að fyrirgefa okkur þetta tap,"sagði þjálfari Portúgala, Luiz Felipe Scolari, eftir leik og bætti þessu við: "Við vorum ekki þess megnugir að skora mark í leiknum og því fór sem fór og þetta tap er ótrúlega sárt. Þeir unnu á varnarleiknum. Þeir unnu því þeir kunna að spila varnarleik." Orð að sönnu.
Erlent Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira