Sport

Klinsmann vill erlendan þjálfara

Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Jurgen Klinsmann, er á því að Þjóðverjar eigi að íhuga þann möguleika að leita út fyrir landsteinana þegar kemur að því að ráða nýjan landsliðsþjálfara "Það yrði ekkert vandamál - við verðum að velja besta mögulega þjálfarann. Það yrði nýtt skref fyrir Þjóðverja og mögulega fengjum við nýja sýn á þýska fótboltann. Við þurfum að gera eitthvað til að leysa okkar vandamál," sagði Klinsmann sem á sínum ferli með landsliðinu skoraði 47 mörk í 108 landsleikjum og varð meðal annars Heimsmeistari árið 1990 og Evrópumeistari 1996. Leitin að arftaka Rudis Völlers er á fullu þessa dagana en nú er orðið ljóst að Christoph Daum mun ekki taka við liðinu og það sama er að segja um Ottmar Hitzfeld. Nú er helst horft til Ottos Rehhagels sem gert hefur ótrúlega hluti með gríska landsliðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×