Sport

Íslandsmet í flokki 15-16 ára

Þorsteinn Ingvarsson, 16 ára piltur úr Héraðssambandi Þingeyinga, bætti Íslandsmet Kristjáns Harðarsonar í langstökki um 49 sentimetra í flokki 15-16 ára á alþjóðlegu móti í Gautaborg í gær. Þorsteinn stökk 7 metra og 38 sentimetra. Aðeins fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn hafa stokkið lengra. Jón Arnar Magnússon á Íslandsmetið 8 metra slétta. Kristján Harðarson stökk lengst 7,79 metra, Vilhjálmur Einarsson 7,46 metra og Friðrik Þór Óskarsson 7,41 meter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×