Nýtt stríð í undirbúningi? 23. júní 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að það þótti nánast ókurteisi að mynda ríkisstjórn hér á landi án þess að leita fyrst álits ritstjóra Morgunblaðsins. Voru ritstjórarnir á tímabili orðnir svo heimaríkir á þeim vettvangi að þeir settu ofan í við forseta Íslands léki hann ekki að kosningum loknum menúett að þeirra skapi. Var þó forsetinn á þeim tíma næstum því Guð almáttugur í huga fólks. Og ritstjórarnir vildu oft ráða því hverjir sætu í ríkisstjórnum eins og af eru frægar sögur. Því miður eru þessir skemmtilegu tímar að baki. Í hálfan annan áratug hefur varla verið búið að telja upp úr kjörkössunum áður en Davíð Oddsson er kominn í kjól og hvítt og farinn að draga ráðherra upp úr pípuhattinum sínum - án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá ritstjóra úti í bæ. Enn má þó treysta því að ritstjórar Morgunblaðsins - eða nú orðið ritstjórinn - séu öðrum mönnum flinkari við að lesa hug stjórnarherranna hverju sinni og miðla til lesenda - ef ekki berum orðum þá á milli línanna. Í því efni og ýmsu öðru minnir Morgunblaðið um sumt á hið virðulega rússneska stórblað Prövdu á tíma Sovétríkjanna sálugu. Á síðum þess blaðs var ekkert "stríðsletur" að finna, jafnvel þótt stríð væri, og leiðtogarnir þurftu aldrei að spyrja í hugaræsingi umkringdir fréttamönnum: "Hefurðu ekki séð stríðsfyrirsagnirnar, hefurðu ekki séð árásirnar, hefurðu ekki séð gauraganginn?" Vanir lesendur Stjórnartíðinda - afsakið, Morgunblaðsins - gátu spáð fyrir um fjölmiðlalögin ólánlegu löngu áður en fjölmiðlanefndin hafði komist að niðurstöðu. Og nú þykjast sumir þeirra geta lesið á milli línanna í blaðinu að þótt ríkisstjórnin sé búin að tapa einu stríði við þjóðina sé hún þegar farin að búa sig undir aðra stórorrustu. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn var að finna vangaveltur um væntanlega löggjöf "til þess að skapa eðlilegan starfsramma utan um umsvif stóru viðskiptasamsteypanna", eins og það var orðað. Spádómsorðin voru þessi: "Líklegt má telja að átökin um fjölmiðlalögin verði barnaleikur í samanburði við þau átök sem fram undan kunna að vera um þetta mál". Fjölmiðlalögin barnaleikur í samanburði við átökin fram undan? Hvað er maðurinn að fara? Getur verið að ritstjóranum sé alvara? Eða er veruleikafirringin í hinum þrönga hópi handgenginna orðin algjör? Væri ekki við hæfi að við fengjum meira að heyra áður en lengra er haldið? Væri t.d. ekki þjóðráð að byrja á því að leiða okkur í sanninn um hvaða vandamál það eru sem "stóru viðskiptasamsteypurnar" hafa skapað og hver "lausnin" geti þá verið?
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun