Jenson Button á Íslandi 21. júní 2004 00:01 "Jenson Button formúlukappi kom hingað kortér fyrir níu í fyrradag," segir Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli. "Við þjónustum litlar vélar en hér lenda þær oftast til að fá eldsneyti í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Stundum eru þekkt nöfn innanborðs því fólk sem millilendir hér þarf ekki að fara inn í flugstöðvarbygginguna. Við kunnum ekki alltaf deili á þeim sem lenda hjá okkur en allir þurfa að skilja eftir skýrslu með nafni, fæðingardegi og númeri á vegabréfi og við föttuðum til dæmis í gær þegar við sáum nafnið Jenson Button á blaði að við hefðum hitt formúlukappann fræga," segir Davíð en Jenson Button krækti sér í þriðja sæti Formúlu 1 keppninnar í ár. "Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari Formúlu 1, millilendir líka stundum hér því hann á sitt eigið flugfélag og bræðurnir heimsfrægu Michael og Ralf Schumacher komu einu sinni við hér hjá okkur." Þegar Davíð er inntur eftir fleiri frægum einstaklingum sem hafa lent hjá Suðurflugi kemur ýmislegt í ljós. "John Travolta kom hérna í fyrra en við hittum reyndar bara konuna hans því hann svaf um borð meðan verið var að skipta um bensín á vélinni. Bandaríski leikarinn Anthony Edwards sem lék þunnhærða lækninn, dr. Green, í Bráðavaktinni hefur nokkrum sinnum farið hérna í gegn en konan hans er skandinavísk og þau fljúga því oft á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Bakraddasöngkonur Tinu Turner komu svo við hér á Evróputúrnum hennar í fyrra og bandaríska söngkonan Paula Abdul sem dæmdi í Idolinu birtist hér í vetur." Íslandsvinurinn Mick Jagger hefur líka stundum nýtt sér þjónustuna. "Þeir sem koma inn til okkar fá að vera í friði fyrir ágangi fjölmiðla og aðdáenda. Hérna fá þeir sér bara kaffi og eitthvað matarkyns eða fara á salernið á meðan við setjum eldsneyti á vélarnar." Auk þess að þjónusta einkaþotur frægra einstaklinga aðstoðar Suðurflug oft á tíðum við sjúkraflug. "Þá eru ýmist læknar, sjúklingar, eða ástvinir sjúklinga um borð. Við höfum stundum lent í því að þurfa að fara með sjúklinga til Reykjavíkur á sjúkrahús áður en fluginu er haldið áfram og upplifum því ýmislegt annað í vinnunni en að berja stjörnurnar augum." Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira
"Jenson Button formúlukappi kom hingað kortér fyrir níu í fyrradag," segir Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri Suðurflugs á Keflavíkurflugvelli. "Við þjónustum litlar vélar en hér lenda þær oftast til að fá eldsneyti í flugi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Stundum eru þekkt nöfn innanborðs því fólk sem millilendir hér þarf ekki að fara inn í flugstöðvarbygginguna. Við kunnum ekki alltaf deili á þeim sem lenda hjá okkur en allir þurfa að skilja eftir skýrslu með nafni, fæðingardegi og númeri á vegabréfi og við föttuðum til dæmis í gær þegar við sáum nafnið Jenson Button á blaði að við hefðum hitt formúlukappann fræga," segir Davíð en Jenson Button krækti sér í þriðja sæti Formúlu 1 keppninnar í ár. "Niki Lauda, fyrrum heimsmeistari Formúlu 1, millilendir líka stundum hér því hann á sitt eigið flugfélag og bræðurnir heimsfrægu Michael og Ralf Schumacher komu einu sinni við hér hjá okkur." Þegar Davíð er inntur eftir fleiri frægum einstaklingum sem hafa lent hjá Suðurflugi kemur ýmislegt í ljós. "John Travolta kom hérna í fyrra en við hittum reyndar bara konuna hans því hann svaf um borð meðan verið var að skipta um bensín á vélinni. Bandaríski leikarinn Anthony Edwards sem lék þunnhærða lækninn, dr. Green, í Bráðavaktinni hefur nokkrum sinnum farið hérna í gegn en konan hans er skandinavísk og þau fljúga því oft á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Bakraddasöngkonur Tinu Turner komu svo við hér á Evróputúrnum hennar í fyrra og bandaríska söngkonan Paula Abdul sem dæmdi í Idolinu birtist hér í vetur." Íslandsvinurinn Mick Jagger hefur líka stundum nýtt sér þjónustuna. "Þeir sem koma inn til okkar fá að vera í friði fyrir ágangi fjölmiðla og aðdáenda. Hérna fá þeir sér bara kaffi og eitthvað matarkyns eða fara á salernið á meðan við setjum eldsneyti á vélarnar." Auk þess að þjónusta einkaþotur frægra einstaklinga aðstoðar Suðurflug oft á tíðum við sjúkraflug. "Þá eru ýmist læknar, sjúklingar, eða ástvinir sjúklinga um borð. Við höfum stundum lent í því að þurfa að fara með sjúklinga til Reykjavíkur á sjúkrahús áður en fluginu er haldið áfram og upplifum því ýmislegt annað í vinnunni en að berja stjörnurnar augum."
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Sjá meira