Er nóttin óæðri deginum? 20. júní 2004 00:01 Björn Þór Sigbjörnsson les fánalögin "Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur til miðnættis." Svo segir í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma en úrskurðurinn á sér stoð í 7. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Ástæða þess að þetta er tíundað hér er frétt sem birtist á mbl.is á dögunum þess efnis að lögreglumenn í eftirlitsferð um vesturhluta Reykjavíkur hafi séð fána á stöng klukkan tvö að nóttu og tekið hann niður eins og lög gera ráð fyrir. Einnig sagði að talsvert væri um að fólk hirti ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og yrðu lögreglumenn því að gera það fyrir það. Það er náttúrlega ekki hægt að horfa upp á fána í stöng, löngu eftir að bannað er að flagga. Í fréttinni sagði raunar einnig að fyrirtækið mætti eiga von á innheimtuseðli frá lögreglunni næstu daga en ómögulega gekk að fá staðfestingu á því, þrátt fyrir samtöl við starfsmenn þriggja deilda Lögreglunnar í Reykjavík. Þeir tjáðu mér raunar að aldrei hefði verið sektað fyrir brot á fánalögum og töldu ólíklegt að svo yrði í þetta sinn. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína voru sjálf lögin. Hvers vegna ætli þau séu svona? Hvers vegna má fáni ekki vera við hún eftir miðnætti? Við því fengust ekki nákvæm svör en nokkrir vísir og mætir menn sem ég ræddi við töldu að ástæðan væri fyrst og fremst sú að fánanum væri sýnd ákveðin virðing með að draga hann að og af húni með sérstökum athöfnum á tilteknum tímum. Þeir töldu líka að jafnan sæist fáninn ekki nógu vel að næturlagi og því til lítils að flagga honum og ennfremur sögðu þeir að með því að draga hann reglulega niður væri tryggt að fólk hugsaði vel um fánana sína og því síður hætta á að slitnir og upplitaðir fánar sæjust um borg og bý. (Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þeir vísu og mætu menn sem ég ræddi við eru ekki sömu vísu og mætu menn sem forsætisráðherra fékk til að véla um þjóðaratkvæðagreiðsluna margræddu.)Allt eru þetta ágætis rök, nema þá helst þau að fáninn sjáist illa eða ekki yfir hánóttina. Það á í öllu falli ekki við um bjartar sumarnætur eins og nú ríkja. Hvað væri nú að því að sjá stöku fána í stöng þó klukkan sé þrjú um nóttu? Varla nokkur skapaður hlutur. Það væri þvert á móti vinalegt að sjá þetta óumdeilda og, að sumra mati, eina sameiningartákn þjóðarinnar á stöku stað á milli miðnættis og sjö á morgnana og sjálfsagt efldi það þjóðernisvitund næturhrafna sem þó yrðu að hafa hugfast að: "Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki," eins og segir í lögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björn Þór Sigbjörnsson les fánalögin "Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur til miðnættis." Svo segir í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma en úrskurðurinn á sér stoð í 7. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Ástæða þess að þetta er tíundað hér er frétt sem birtist á mbl.is á dögunum þess efnis að lögreglumenn í eftirlitsferð um vesturhluta Reykjavíkur hafi séð fána á stöng klukkan tvö að nóttu og tekið hann niður eins og lög gera ráð fyrir. Einnig sagði að talsvert væri um að fólk hirti ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og yrðu lögreglumenn því að gera það fyrir það. Það er náttúrlega ekki hægt að horfa upp á fána í stöng, löngu eftir að bannað er að flagga. Í fréttinni sagði raunar einnig að fyrirtækið mætti eiga von á innheimtuseðli frá lögreglunni næstu daga en ómögulega gekk að fá staðfestingu á því, þrátt fyrir samtöl við starfsmenn þriggja deilda Lögreglunnar í Reykjavík. Þeir tjáðu mér raunar að aldrei hefði verið sektað fyrir brot á fánalögum og töldu ólíklegt að svo yrði í þetta sinn. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína voru sjálf lögin. Hvers vegna ætli þau séu svona? Hvers vegna má fáni ekki vera við hún eftir miðnætti? Við því fengust ekki nákvæm svör en nokkrir vísir og mætir menn sem ég ræddi við töldu að ástæðan væri fyrst og fremst sú að fánanum væri sýnd ákveðin virðing með að draga hann að og af húni með sérstökum athöfnum á tilteknum tímum. Þeir töldu líka að jafnan sæist fáninn ekki nógu vel að næturlagi og því til lítils að flagga honum og ennfremur sögðu þeir að með því að draga hann reglulega niður væri tryggt að fólk hugsaði vel um fánana sína og því síður hætta á að slitnir og upplitaðir fánar sæjust um borg og bý. (Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þeir vísu og mætu menn sem ég ræddi við eru ekki sömu vísu og mætu menn sem forsætisráðherra fékk til að véla um þjóðaratkvæðagreiðsluna margræddu.)Allt eru þetta ágætis rök, nema þá helst þau að fáninn sjáist illa eða ekki yfir hánóttina. Það á í öllu falli ekki við um bjartar sumarnætur eins og nú ríkja. Hvað væri nú að því að sjá stöku fána í stöng þó klukkan sé þrjú um nóttu? Varla nokkur skapaður hlutur. Það væri þvert á móti vinalegt að sjá þetta óumdeilda og, að sumra mati, eina sameiningartákn þjóðarinnar á stöku stað á milli miðnættis og sjö á morgnana og sjálfsagt efldi það þjóðernisvitund næturhrafna sem þó yrðu að hafa hugfast að: "Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki," eins og segir í lögunum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun