Er nóttin óæðri deginum? 20. júní 2004 00:01 Björn Þór Sigbjörnsson les fánalögin "Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur til miðnættis." Svo segir í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma en úrskurðurinn á sér stoð í 7. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Ástæða þess að þetta er tíundað hér er frétt sem birtist á mbl.is á dögunum þess efnis að lögreglumenn í eftirlitsferð um vesturhluta Reykjavíkur hafi séð fána á stöng klukkan tvö að nóttu og tekið hann niður eins og lög gera ráð fyrir. Einnig sagði að talsvert væri um að fólk hirti ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og yrðu lögreglumenn því að gera það fyrir það. Það er náttúrlega ekki hægt að horfa upp á fána í stöng, löngu eftir að bannað er að flagga. Í fréttinni sagði raunar einnig að fyrirtækið mætti eiga von á innheimtuseðli frá lögreglunni næstu daga en ómögulega gekk að fá staðfestingu á því, þrátt fyrir samtöl við starfsmenn þriggja deilda Lögreglunnar í Reykjavík. Þeir tjáðu mér raunar að aldrei hefði verið sektað fyrir brot á fánalögum og töldu ólíklegt að svo yrði í þetta sinn. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína voru sjálf lögin. Hvers vegna ætli þau séu svona? Hvers vegna má fáni ekki vera við hún eftir miðnætti? Við því fengust ekki nákvæm svör en nokkrir vísir og mætir menn sem ég ræddi við töldu að ástæðan væri fyrst og fremst sú að fánanum væri sýnd ákveðin virðing með að draga hann að og af húni með sérstökum athöfnum á tilteknum tímum. Þeir töldu líka að jafnan sæist fáninn ekki nógu vel að næturlagi og því til lítils að flagga honum og ennfremur sögðu þeir að með því að draga hann reglulega niður væri tryggt að fólk hugsaði vel um fánana sína og því síður hætta á að slitnir og upplitaðir fánar sæjust um borg og bý. (Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þeir vísu og mætu menn sem ég ræddi við eru ekki sömu vísu og mætu menn sem forsætisráðherra fékk til að véla um þjóðaratkvæðagreiðsluna margræddu.)Allt eru þetta ágætis rök, nema þá helst þau að fáninn sjáist illa eða ekki yfir hánóttina. Það á í öllu falli ekki við um bjartar sumarnætur eins og nú ríkja. Hvað væri nú að því að sjá stöku fána í stöng þó klukkan sé þrjú um nóttu? Varla nokkur skapaður hlutur. Það væri þvert á móti vinalegt að sjá þetta óumdeilda og, að sumra mati, eina sameiningartákn þjóðarinnar á stöku stað á milli miðnættis og sjö á morgnana og sjálfsagt efldi það þjóðernisvitund næturhrafna sem þó yrðu að hafa hugfast að: "Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki," eins og segir í lögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Björn Þór Sigbjörnsson les fánalögin "Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi uppi vera lengur en til sólarlags og aldrei lengur til miðnættis." Svo segir í 3. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma en úrskurðurinn á sér stoð í 7. gr. laga um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Ástæða þess að þetta er tíundað hér er frétt sem birtist á mbl.is á dögunum þess efnis að lögreglumenn í eftirlitsferð um vesturhluta Reykjavíkur hafi séð fána á stöng klukkan tvö að nóttu og tekið hann niður eins og lög gera ráð fyrir. Einnig sagði að talsvert væri um að fólk hirti ekki um að draga fánann niður á tilsettum tíma og yrðu lögreglumenn því að gera það fyrir það. Það er náttúrlega ekki hægt að horfa upp á fána í stöng, löngu eftir að bannað er að flagga. Í fréttinni sagði raunar einnig að fyrirtækið mætti eiga von á innheimtuseðli frá lögreglunni næstu daga en ómögulega gekk að fá staðfestingu á því, þrátt fyrir samtöl við starfsmenn þriggja deilda Lögreglunnar í Reykjavík. Þeir tjáðu mér raunar að aldrei hefði verið sektað fyrir brot á fánalögum og töldu ólíklegt að svo yrði í þetta sinn. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína voru sjálf lögin. Hvers vegna ætli þau séu svona? Hvers vegna má fáni ekki vera við hún eftir miðnætti? Við því fengust ekki nákvæm svör en nokkrir vísir og mætir menn sem ég ræddi við töldu að ástæðan væri fyrst og fremst sú að fánanum væri sýnd ákveðin virðing með að draga hann að og af húni með sérstökum athöfnum á tilteknum tímum. Þeir töldu líka að jafnan sæist fáninn ekki nógu vel að næturlagi og því til lítils að flagga honum og ennfremur sögðu þeir að með því að draga hann reglulega niður væri tryggt að fólk hugsaði vel um fánana sína og því síður hætta á að slitnir og upplitaðir fánar sæjust um borg og bý. (Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þeir vísu og mætu menn sem ég ræddi við eru ekki sömu vísu og mætu menn sem forsætisráðherra fékk til að véla um þjóðaratkvæðagreiðsluna margræddu.)Allt eru þetta ágætis rök, nema þá helst þau að fáninn sjáist illa eða ekki yfir hánóttina. Það á í öllu falli ekki við um bjartar sumarnætur eins og nú ríkja. Hvað væri nú að því að sjá stöku fána í stöng þó klukkan sé þrjú um nóttu? Varla nokkur skapaður hlutur. Það væri þvert á móti vinalegt að sjá þetta óumdeilda og, að sumra mati, eina sameiningartákn þjóðarinnar á stöku stað á milli miðnættis og sjö á morgnana og sjálfsagt efldi það þjóðernisvitund næturhrafna sem þó yrðu að hafa hugfast að: "Enginn má óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki," eins og segir í lögunum.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun