Sjálfstæðisyfirlýsing The Flavors 14. júní 2004 00:01 Léttirinn fyrir Sigurjón Brink, söngvara og lagasmið The Flavors, hlýtur að vera mikill. Hann hefur gengið með plötu í maganum frá því að sveitin In Bloom hætti. Þar trommaði Sjonni en í honum blundaði lagahöfundur. Það tók hann tvö ár að finna kjark til þess að hafa trú á sínu eigin efni og svo hálft annað ár að hlaða nýju sveitinni utan um sig og vinna nýju plötuna. The Flavors náði laginu Here í spilun fyrir áramót og þessa dagana leikur Bylgjan titillag nýju plötunnar, Go Your Own Way, ótt og títt. Frumraunin kemur svo í búðir á morgun. "Þetta er svona kántríslagari," segir Sjonni um nýja lagið. "Ef maður ætti að lýsa þessu lagi á einhvern hátt þá er best að tala um melódískt kántrískotið pönkrokk. Þetta er í léttari kantinum." Sjonni rekur eigið hljóðver, Iceland Music Productions, ásamt félögum sínum og hefur þannig haft rými til þess að nostra við frumraunina áður en henni var sleppt út til almennings. "Við erum búnir að svitna og grenja yfir þessu," segir Sjonni. "Það hafa orðið mannabreytingar á sveitinni á þessum tíma og nú er loksins komin rétt mynd á þetta. Við þurftum svo að taka upp hluta af þessu aftur en á sama tíma vildum við ekki ofvinna lögin." The Flavors gefa sjálfir út en Skífan dreifir. Þeir hljóðrita einnig lög sín sjálfir og starfa þannig algjörlega sjálfstæðir. "Á þessum tíma sem maður hefur verið að vinna þetta þá erum við búnir að gera efni í tvær plötur til viðbótar, þannig séð. Nokkrum dögum áður en hún fór í framleiðslu ákváðum við að breyta henni aðeins og setja tvö lög til viðbótar á hana. Annað þeirra var lagið sem nú er í spilun," upplýsir Sjonni að lokum. Með þetta sjálfstæði að leiðarljósi er ekki út í hött að álykta að titill plötunnar, og nýja slagarans, sé einmitt sjálfstæðisyfirlýsing sveitarinnar sem fer greinilega sínar eigin leiðir. Sveitin heldur svo útgáfutónleika í Loftkastalanum annað kvöld. Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Léttirinn fyrir Sigurjón Brink, söngvara og lagasmið The Flavors, hlýtur að vera mikill. Hann hefur gengið með plötu í maganum frá því að sveitin In Bloom hætti. Þar trommaði Sjonni en í honum blundaði lagahöfundur. Það tók hann tvö ár að finna kjark til þess að hafa trú á sínu eigin efni og svo hálft annað ár að hlaða nýju sveitinni utan um sig og vinna nýju plötuna. The Flavors náði laginu Here í spilun fyrir áramót og þessa dagana leikur Bylgjan titillag nýju plötunnar, Go Your Own Way, ótt og títt. Frumraunin kemur svo í búðir á morgun. "Þetta er svona kántríslagari," segir Sjonni um nýja lagið. "Ef maður ætti að lýsa þessu lagi á einhvern hátt þá er best að tala um melódískt kántrískotið pönkrokk. Þetta er í léttari kantinum." Sjonni rekur eigið hljóðver, Iceland Music Productions, ásamt félögum sínum og hefur þannig haft rými til þess að nostra við frumraunina áður en henni var sleppt út til almennings. "Við erum búnir að svitna og grenja yfir þessu," segir Sjonni. "Það hafa orðið mannabreytingar á sveitinni á þessum tíma og nú er loksins komin rétt mynd á þetta. Við þurftum svo að taka upp hluta af þessu aftur en á sama tíma vildum við ekki ofvinna lögin." The Flavors gefa sjálfir út en Skífan dreifir. Þeir hljóðrita einnig lög sín sjálfir og starfa þannig algjörlega sjálfstæðir. "Á þessum tíma sem maður hefur verið að vinna þetta þá erum við búnir að gera efni í tvær plötur til viðbótar, þannig séð. Nokkrum dögum áður en hún fór í framleiðslu ákváðum við að breyta henni aðeins og setja tvö lög til viðbótar á hana. Annað þeirra var lagið sem nú er í spilun," upplýsir Sjonni að lokum. Með þetta sjálfstæði að leiðarljósi er ekki út í hött að álykta að titill plötunnar, og nýja slagarans, sé einmitt sjálfstæðisyfirlýsing sveitarinnar sem fer greinilega sínar eigin leiðir. Sveitin heldur svo útgáfutónleika í Loftkastalanum annað kvöld.
Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira