Sport

Rúnar í úrslit á bogahesti

Rúnar Alexanderson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitum í keppni á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Fréttablaðið náði tali af Erni Sigurðssyni, flokkstjóra íslenska fimleikaliðsins og er óhætt að segja að hann hafi verið alveg í skýjunum yfir árangri Rúnars: "Þetta var alveg frábær frammistaða hjá stráknum, það gekk allt upp að þessu sinni og hann komst inn sem sjötti maður með einkunnina 9,737, en það eru átta sem komast í úrslit." Aðspurður sagði Örn að menn væru alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan góða árangur en vonuðust að sjálfsögðu eftir áframhaldandi velgengni: "Það er engin pressa á honum en hann á alveg möguleika á að bæta sig meira en við verðum bara að sjá til," sagði Örn Sigurðsson. Úrslitin á bogahesti fara fram 22. ágúst. Rúnar komst hins vegar ekki í úrslit í fjölþraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×