Erlent

Snjór á óvenjulegum slóðum

Sjaldgæf sjón blasti við íbúum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í morgun. Mikill snjór var í fjöllum í grennd við borgina Ras al-Kæma sem er í norðurhluta furstadæmana, en slíkri ofankomu eru íbúar á svæðinu ekki vanir, enda hitabeltisloftslag þar nánast allt árið um kring. Fólki var brugðið við þessa sjón, en margir íbúar hafa aldrei á ævinni séð snjó áður. Snjór var áberandi í Hajar-fjallagarðinum sem nær frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Ómans, en hæsti tindur er í um 2500 metra hæð. Veðurfræðingar á svæðinu segja svona veðurfar einungis gera vart við sig á 20 til 30 ára fresti. Sameinuðu arabísku furstadæmin eru vinsæll dvalarstaður ferðamanna frá kaldari löndum, en á þessum tíma ársins er allt pakkað þar af túristum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×