Erlent

Svíar hafna evrunni

Mun fleiri Svíar eru andvígir því að taka upp evruna en hlynntir því, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt henni myndu 49 prósent Svía greiða atkvæði gegn upptöku evrunnar ef kosið yrði í dag en 37 prósent myndu segja já við því að taka evruna upp í stað sænsku krónunnar. 56 prósent kjósenda greiddu atkvæði gegn upptöku evrunnar í þjóðaratkvæðagreiðslu í september 2003 en 42 prósent greiddu atkvæði með breytingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×