Algengt að aldraðir slasist heima 1. desember 2004 00:01 Slys aldraðra í heimahúsum eru tíð, alltof tíð að mati Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heima- og frítímaslys eru 75 prósent allra slysa sem aldraðir lenda í en aðrir helstu flokkar eru umferðar- og vinnuslys og slys sem ekki eru skilgreind sérstaklega í gagnabanka Slysaskráningar Íslands sem tók tölurnar saman. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru 62 prósent slysa aldraðra heima- eða frítímaslys. Aldraðir í þessari samantekt miðast við 65 ára og eldri. Langflest heimaslysanna verða innan dyra eða 712 á síðasta ári og 332 urðu á svæðum tengdum heimilum, til dæmis í görðum, á bílastæðum eða öðrum íbúðarsvæðum utan dyra. Af slysum innan dyra urðu flest í setustofum og svefnherbergjum, eldhúsum og á stöðum sem skilgreindir eru annað. Langflest heimaslysanna urðu vegna falls af einhverju tagi en aðrar algengar orsakir áverka voru árekstrar, skurðir eða ofáreynsla. Í flestum tilvikum fékk fólk að fara heim eftir skoðun og meðhöndlun á slysadeild en 243 þurftu að leggjast inn til frekari meðferðar. Eru það átján prósent tilvika, sem er hátt hlutfall. Til samanburðar má nefna að tvö til þrjú prósent barna sem koma á slysadeild þarf að leggja inn. Athygli vekur að hjúkrunarheimili og sjúkrahús er algengur vettvangur slysa aldraðra. 78 slys urðu á slíkum stöðum á síðasta ári. Konur lenda mun oftar í slysum en karlar. Á síðasta ári leituðu 1.110 aldraðar konur á slysadeild en 727 karlar. Ekki er teljandi munur á fjölda slysa eftir mánuðum en þó má nefna að flest urðu þau í júlí á síðasta ári, 189, en fæst í nóvember, 131. Að sama skapi dreifast slysin nokkuð jafnt yfir vikudagana en urðu flest á föstudögum og fæst á sunnudögum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir segir að margt megi gera til að fyrirbyggja mörg heima- og frítímaslysanna og telur nauðsynlegt að brugðist verði við með einhverjum hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum með útgáfu bæklings undir yfirskriftinni Örugg efri ár en þar eru mörg góð ráð tíunduð. Hreyfing og hollt mataræði styrkja líkamann og búa hann betur undir skakkaföll og fjölmargt má gera á heimilum til að varna því að slys verði. Góð lýsing á heimilum er áréttuð í bæklingnum, varað er við notkun tvískiptra gleraugna þegar gengið er í tröppum, bent á að sljóleiki geti fylgt of mikilli kyndingu og laus teppi og mottur sögð varhugaverð. Þá er öldruðum ráðlagt að hafa símann ávallt innan seilingar því hætt er við að illa fari þegar fólk rýkur upp til að svara. "Það er ástæða til að benda fólki á að fara sérstaklega varlega nú í desember," segir Sigrún. "Hætt er við slysum vegna hálku og margir fara illa út úr þeim. Þá kyndir fólk íbúðir sínar mikið yfir vetrarmánuðina sem veldur meiri svima og óstöðugleika en ella og svo er fólk, og þá sérstaklega konur, að brasa við jólaverkin þessa dagana. Þá er oft stigið upp á stól til að teygja sig eftir hlutum í efri skápum og slíkt getur endað með ósköpum. Það er full ástæða til að hafa varann á." Staðsetning heima- og frítímaslysa:Orsakir áverka: Heimili - inni 712 Fall 994 Heimili - úti 332 Árekstur 119 Verslun, þjónusta,skólar 91 Skurður, klemma 102 Hjúkrunarheimili, sjúkrahús 78 Ofáreynsla 52 Opin svæði, útivistar- og skemmtisvæði 69 Aðskotahlutur 39 Ótilgreint 57 Bit, stunga 28 Íþróttasvæði 14 Ótilgreint 19 Framleiðslusvæði, verkstæði 8 Áhrif varma, bruni 17 Umferðarsvæði 8 Áhrif efna, eitrun 5 Sjór,vötn, ár 6 Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Slys aldraðra í heimahúsum eru tíð, alltof tíð að mati Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heima- og frítímaslys eru 75 prósent allra slysa sem aldraðir lenda í en aðrir helstu flokkar eru umferðar- og vinnuslys og slys sem ekki eru skilgreind sérstaklega í gagnabanka Slysaskráningar Íslands sem tók tölurnar saman. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru 62 prósent slysa aldraðra heima- eða frítímaslys. Aldraðir í þessari samantekt miðast við 65 ára og eldri. Langflest heimaslysanna verða innan dyra eða 712 á síðasta ári og 332 urðu á svæðum tengdum heimilum, til dæmis í görðum, á bílastæðum eða öðrum íbúðarsvæðum utan dyra. Af slysum innan dyra urðu flest í setustofum og svefnherbergjum, eldhúsum og á stöðum sem skilgreindir eru annað. Langflest heimaslysanna urðu vegna falls af einhverju tagi en aðrar algengar orsakir áverka voru árekstrar, skurðir eða ofáreynsla. Í flestum tilvikum fékk fólk að fara heim eftir skoðun og meðhöndlun á slysadeild en 243 þurftu að leggjast inn til frekari meðferðar. Eru það átján prósent tilvika, sem er hátt hlutfall. Til samanburðar má nefna að tvö til þrjú prósent barna sem koma á slysadeild þarf að leggja inn. Athygli vekur að hjúkrunarheimili og sjúkrahús er algengur vettvangur slysa aldraðra. 78 slys urðu á slíkum stöðum á síðasta ári. Konur lenda mun oftar í slysum en karlar. Á síðasta ári leituðu 1.110 aldraðar konur á slysadeild en 727 karlar. Ekki er teljandi munur á fjölda slysa eftir mánuðum en þó má nefna að flest urðu þau í júlí á síðasta ári, 189, en fæst í nóvember, 131. Að sama skapi dreifast slysin nokkuð jafnt yfir vikudagana en urðu flest á föstudögum og fæst á sunnudögum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir segir að margt megi gera til að fyrirbyggja mörg heima- og frítímaslysanna og telur nauðsynlegt að brugðist verði við með einhverjum hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum með útgáfu bæklings undir yfirskriftinni Örugg efri ár en þar eru mörg góð ráð tíunduð. Hreyfing og hollt mataræði styrkja líkamann og búa hann betur undir skakkaföll og fjölmargt má gera á heimilum til að varna því að slys verði. Góð lýsing á heimilum er áréttuð í bæklingnum, varað er við notkun tvískiptra gleraugna þegar gengið er í tröppum, bent á að sljóleiki geti fylgt of mikilli kyndingu og laus teppi og mottur sögð varhugaverð. Þá er öldruðum ráðlagt að hafa símann ávallt innan seilingar því hætt er við að illa fari þegar fólk rýkur upp til að svara. "Það er ástæða til að benda fólki á að fara sérstaklega varlega nú í desember," segir Sigrún. "Hætt er við slysum vegna hálku og margir fara illa út úr þeim. Þá kyndir fólk íbúðir sínar mikið yfir vetrarmánuðina sem veldur meiri svima og óstöðugleika en ella og svo er fólk, og þá sérstaklega konur, að brasa við jólaverkin þessa dagana. Þá er oft stigið upp á stól til að teygja sig eftir hlutum í efri skápum og slíkt getur endað með ósköpum. Það er full ástæða til að hafa varann á." Staðsetning heima- og frítímaslysa:Orsakir áverka: Heimili - inni 712 Fall 994 Heimili - úti 332 Árekstur 119 Verslun, þjónusta,skólar 91 Skurður, klemma 102 Hjúkrunarheimili, sjúkrahús 78 Ofáreynsla 52 Opin svæði, útivistar- og skemmtisvæði 69 Aðskotahlutur 39 Ótilgreint 57 Bit, stunga 28 Íþróttasvæði 14 Ótilgreint 19 Framleiðslusvæði, verkstæði 8 Áhrif varma, bruni 17 Umferðarsvæði 8 Áhrif efna, eitrun 5 Sjór,vötn, ár 6
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira