Algengt að aldraðir slasist heima 1. desember 2004 00:01 Slys aldraðra í heimahúsum eru tíð, alltof tíð að mati Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heima- og frítímaslys eru 75 prósent allra slysa sem aldraðir lenda í en aðrir helstu flokkar eru umferðar- og vinnuslys og slys sem ekki eru skilgreind sérstaklega í gagnabanka Slysaskráningar Íslands sem tók tölurnar saman. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru 62 prósent slysa aldraðra heima- eða frítímaslys. Aldraðir í þessari samantekt miðast við 65 ára og eldri. Langflest heimaslysanna verða innan dyra eða 712 á síðasta ári og 332 urðu á svæðum tengdum heimilum, til dæmis í görðum, á bílastæðum eða öðrum íbúðarsvæðum utan dyra. Af slysum innan dyra urðu flest í setustofum og svefnherbergjum, eldhúsum og á stöðum sem skilgreindir eru annað. Langflest heimaslysanna urðu vegna falls af einhverju tagi en aðrar algengar orsakir áverka voru árekstrar, skurðir eða ofáreynsla. Í flestum tilvikum fékk fólk að fara heim eftir skoðun og meðhöndlun á slysadeild en 243 þurftu að leggjast inn til frekari meðferðar. Eru það átján prósent tilvika, sem er hátt hlutfall. Til samanburðar má nefna að tvö til þrjú prósent barna sem koma á slysadeild þarf að leggja inn. Athygli vekur að hjúkrunarheimili og sjúkrahús er algengur vettvangur slysa aldraðra. 78 slys urðu á slíkum stöðum á síðasta ári. Konur lenda mun oftar í slysum en karlar. Á síðasta ári leituðu 1.110 aldraðar konur á slysadeild en 727 karlar. Ekki er teljandi munur á fjölda slysa eftir mánuðum en þó má nefna að flest urðu þau í júlí á síðasta ári, 189, en fæst í nóvember, 131. Að sama skapi dreifast slysin nokkuð jafnt yfir vikudagana en urðu flest á föstudögum og fæst á sunnudögum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir segir að margt megi gera til að fyrirbyggja mörg heima- og frítímaslysanna og telur nauðsynlegt að brugðist verði við með einhverjum hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum með útgáfu bæklings undir yfirskriftinni Örugg efri ár en þar eru mörg góð ráð tíunduð. Hreyfing og hollt mataræði styrkja líkamann og búa hann betur undir skakkaföll og fjölmargt má gera á heimilum til að varna því að slys verði. Góð lýsing á heimilum er áréttuð í bæklingnum, varað er við notkun tvískiptra gleraugna þegar gengið er í tröppum, bent á að sljóleiki geti fylgt of mikilli kyndingu og laus teppi og mottur sögð varhugaverð. Þá er öldruðum ráðlagt að hafa símann ávallt innan seilingar því hætt er við að illa fari þegar fólk rýkur upp til að svara. "Það er ástæða til að benda fólki á að fara sérstaklega varlega nú í desember," segir Sigrún. "Hætt er við slysum vegna hálku og margir fara illa út úr þeim. Þá kyndir fólk íbúðir sínar mikið yfir vetrarmánuðina sem veldur meiri svima og óstöðugleika en ella og svo er fólk, og þá sérstaklega konur, að brasa við jólaverkin þessa dagana. Þá er oft stigið upp á stól til að teygja sig eftir hlutum í efri skápum og slíkt getur endað með ósköpum. Það er full ástæða til að hafa varann á." Staðsetning heima- og frítímaslysa:Orsakir áverka: Heimili - inni 712 Fall 994 Heimili - úti 332 Árekstur 119 Verslun, þjónusta,skólar 91 Skurður, klemma 102 Hjúkrunarheimili, sjúkrahús 78 Ofáreynsla 52 Opin svæði, útivistar- og skemmtisvæði 69 Aðskotahlutur 39 Ótilgreint 57 Bit, stunga 28 Íþróttasvæði 14 Ótilgreint 19 Framleiðslusvæði, verkstæði 8 Áhrif varma, bruni 17 Umferðarsvæði 8 Áhrif efna, eitrun 5 Sjór,vötn, ár 6 Fréttir Innlent Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Slys aldraðra í heimahúsum eru tíð, alltof tíð að mati Sigrúnar A. Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heima- og frítímaslys eru 75 prósent allra slysa sem aldraðir lenda í en aðrir helstu flokkar eru umferðar- og vinnuslys og slys sem ekki eru skilgreind sérstaklega í gagnabanka Slysaskráningar Íslands sem tók tölurnar saman. Til samanburðar má nefna að í Svíþjóð eru 62 prósent slysa aldraðra heima- eða frítímaslys. Aldraðir í þessari samantekt miðast við 65 ára og eldri. Langflest heimaslysanna verða innan dyra eða 712 á síðasta ári og 332 urðu á svæðum tengdum heimilum, til dæmis í görðum, á bílastæðum eða öðrum íbúðarsvæðum utan dyra. Af slysum innan dyra urðu flest í setustofum og svefnherbergjum, eldhúsum og á stöðum sem skilgreindir eru annað. Langflest heimaslysanna urðu vegna falls af einhverju tagi en aðrar algengar orsakir áverka voru árekstrar, skurðir eða ofáreynsla. Í flestum tilvikum fékk fólk að fara heim eftir skoðun og meðhöndlun á slysadeild en 243 þurftu að leggjast inn til frekari meðferðar. Eru það átján prósent tilvika, sem er hátt hlutfall. Til samanburðar má nefna að tvö til þrjú prósent barna sem koma á slysadeild þarf að leggja inn. Athygli vekur að hjúkrunarheimili og sjúkrahús er algengur vettvangur slysa aldraðra. 78 slys urðu á slíkum stöðum á síðasta ári. Konur lenda mun oftar í slysum en karlar. Á síðasta ári leituðu 1.110 aldraðar konur á slysadeild en 727 karlar. Ekki er teljandi munur á fjölda slysa eftir mánuðum en þó má nefna að flest urðu þau í júlí á síðasta ári, 189, en fæst í nóvember, 131. Að sama skapi dreifast slysin nokkuð jafnt yfir vikudagana en urðu flest á föstudögum og fæst á sunnudögum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir segir að margt megi gera til að fyrirbyggja mörg heima- og frítímaslysanna og telur nauðsynlegt að brugðist verði við með einhverjum hætti. Slysavarnafélagið Landsbjörg leggur sitt af mörkum með útgáfu bæklings undir yfirskriftinni Örugg efri ár en þar eru mörg góð ráð tíunduð. Hreyfing og hollt mataræði styrkja líkamann og búa hann betur undir skakkaföll og fjölmargt má gera á heimilum til að varna því að slys verði. Góð lýsing á heimilum er áréttuð í bæklingnum, varað er við notkun tvískiptra gleraugna þegar gengið er í tröppum, bent á að sljóleiki geti fylgt of mikilli kyndingu og laus teppi og mottur sögð varhugaverð. Þá er öldruðum ráðlagt að hafa símann ávallt innan seilingar því hætt er við að illa fari þegar fólk rýkur upp til að svara. "Það er ástæða til að benda fólki á að fara sérstaklega varlega nú í desember," segir Sigrún. "Hætt er við slysum vegna hálku og margir fara illa út úr þeim. Þá kyndir fólk íbúðir sínar mikið yfir vetrarmánuðina sem veldur meiri svima og óstöðugleika en ella og svo er fólk, og þá sérstaklega konur, að brasa við jólaverkin þessa dagana. Þá er oft stigið upp á stól til að teygja sig eftir hlutum í efri skápum og slíkt getur endað með ósköpum. Það er full ástæða til að hafa varann á." Staðsetning heima- og frítímaslysa:Orsakir áverka: Heimili - inni 712 Fall 994 Heimili - úti 332 Árekstur 119 Verslun, þjónusta,skólar 91 Skurður, klemma 102 Hjúkrunarheimili, sjúkrahús 78 Ofáreynsla 52 Opin svæði, útivistar- og skemmtisvæði 69 Aðskotahlutur 39 Ótilgreint 57 Bit, stunga 28 Íþróttasvæði 14 Ótilgreint 19 Framleiðslusvæði, verkstæði 8 Áhrif varma, bruni 17 Umferðarsvæði 8 Áhrif efna, eitrun 5 Sjór,vötn, ár 6
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira