Sport

Markalaust á Akureyri

KA og Fram skildu markalaus í opnunarleik 15. umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu á Akureyri í dag og sitja fyrir vikið áfram í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Bæði lið hefðu þurft tvö stig til viðbótar í harðri fallbaráttu en bæði eru þau í fallsæti þegar liðin fyrir ofan eiga bæði leik inni. KA-menn léku þarna sinn sjötta deildarleik í röð án þess að ná að skora en síðast skoruðu þeir hjá toppliði FH á útivelli 11. júlí síðastliðinn. KA-menn hafa jafnframt aðeins náð að vinna 1 af átta heimaleikjum sínum á Akureyrarvelli í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×