Erlent

Þögul mótmæli

Um þúsund manns komu saman í miðborg Kaíró í Egyptalandi á sunnudag. Margir þeirra voru með gula límmiða límda yfir munn sinn, sem á stóð "Nóg". Með þessu var verið að mótmæla þeim möguleika að forseti landsins, Hosni Mubarak, myndi bjóða sig fram í fimmta sinn, eða að sonur hans, Gamal, tæki við af honum. Síðar um daginn umkringdu hundruð öryggissveita skrifstofur Kamal Khalil, mótmælanda sem talaði gegn Mubarak-feðgunum við mótmælin. Mubarak, sem er 76 ára, hefur verið forseti frá 1981, þegar hann tók við embætti eftir að Anwar Sadat var ráðinn af dögum. Sex ára kjörtímabili hans lýkur í október á næsta ári. Hann hefur ekki sagt hvort hann muni bjóða sig aftur fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×