Erlent

Farinn í hungurverkfall

Saddam Hussein og 11 aðrir háttsettir ráðamenn úr stjórn hans hafa ákveðið að fara í hungurverkfall til þess að mótmæla slæmri meðferð á sér. Saddam og félagar hans dvelja nú í fangabúðum í Írak, þar sem þeir bíða eftir að réttað verði yfir þeim vegna meintra glæpa gegn mannkyni. Hussein hefur átt við veikindi að stríða upp á síðkastið og af þeim sökum fékk hann nýverið heimsókn frá Alþjóðanefnd Rauða Krossins, sem gaf ekkert uppi um meðferðina á leiðtoganum fyrrverandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×