Sport

Sölvi Geir til Svíþjóðar

Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings í Landsbankadeildinni, skrifaði í gær undir fjögurra og hálfs árs samning við sænsku meistaranna Djurgården en íþróttadeildin greindi fyrst frá þessu máli sl. þriðjudag en þá kom fram að málið væri svo gott sem frágengið. Sölvi Geir lék sinn síðasta leik í bili með Víkingum gegn Grindavík í fyrrakvöld og fékk reyndar að líta rauða spjaldið í þeim leik. Á heimasíðu Djurgården er fjallað um Sölva Geir í dag og þar er hann sagður hinn íslenski Nesta. Sölvi Geir heldur til Svíþjóðar á þriðjudaginn og fær treyju númer 5 hjá Djurgården og verður væntanlega klár fyrir leik grannaliðanna Djurgården og Hammarby.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×