Sport

Vonar að Chelsea fatist flugið

Frakkinn frábæri Thierry Henry hefur viðurkennt að það geti orðið erfitt fyrir Arsenal að stöðva hið lið Chelsea aftur til jarðar. Hann sagði við fjölmiðla í gær að það eina sem andstæðingar Chelsea geti gert er að vona að liðið misstígi sig. Hann sagði hins vegar að reynsla Arsenal í að vinna og tapa titlum á undanförnum árum hefði fært þeim heim sanninn um að ekkert sé öruggt í boltanum. "Við höfum unnið upp mikið forskot á endasprettinum en við höfum líka tapað þegar við höfum haft forystu. Það er því ekki hægt að gefa sér neitt í þessum efnum. Ég er viss um að fólk spurði sig að því fyrir mánuði hvort hægt væri að stoppa Arsenal en núna er spurningin hvort hægt sé að stoppa Chelsea? Þetta verður að hafa sinn gang. Þeir verða að fá að vera á flugi. Þeir eru fljúgandi núna og allt sem við getum gert er að bíða og vona að Chelsea komi til jarðar," sagði Henry. "Það verður að hrósa Chelsea-liðinu því að það var gagnrýnt mikið í byrjun tímabilsins fyrir að spila ekki vel. Liðið vann samt þá leiki og núna valtar það yfir andstæðinga sína. Það verður að taka Chelsea alvarlega því það er með leikmenn eins og Makelele innanborðs, leikmenn sem þekkja það að vinna titla."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×