Erlent

Breyttu landinu án blóðsúthellinga

Kosningabaráttan í Úkraínu stendur nú sem hæst - aftur. Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Viktor Júsjenko, hrósaði stuðningsmönnum sínum á útifundi í gær og sagði þá hafa breytt landinu án blóðsúthellinga. Hann varaði þá jafnframt við því að hugsanlega yrði reynt að trufla framgang kosninganna á sunnudaginn kemur, án þess þó að geta þess hver hann teldi að væri líklegur til þess. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað og tryggja sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×