Erlent

Mótmælendum fjölgar

Mótmælendur í Kænugarði í Úkraínu virðast ekki ætla að láta af aðgerðum sínum fyrr en þeir fá sínu framgengt. Ef eitthvað er, fjölgar þeim. Hæstiréttur landsins ætlar að fjalla um ásakanir Viktors Júsjenkós og stjórnarandstöðunnar þess efnis, að víðtæk kosningasvik hafi verið framin. Fulltrúar stjórnvalda draga umboð hæstaréttar til slíkrar skoðunar í efa. Alexander Kwasniewski, forseti Póllands, Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Jan Kubis, aðalritari Samtaka um öruggi og samvinnu í Evrópu og Valdas Adamkus, forseti Litháens, eru allir á leið til landsins í von um að geta þar miðlað málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×