Margar hliðar kjörmannakerfis 25. október 2004 00:01 Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. Þetta virðist óþarflega flókið og á margan hátt nánast ólýðræðislegt. Hverju ríki er úthlutað kjörmönnum í hlutfalli við fjölda þingmanna ríkisins. Hvert ríki hefur tvo þingmenn í öldungardeild og í neðri heild fer þingmannafjöldinn eftir stærð hvers ríkis. Kalifornía er með flesta kjörmenn, 55 alls, og Washington D.C. og nokkur smá ríki hafa aðeins þrjá. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tilnefna kjörmenn í hverju ríki, og í öllum ríkjum nema tveimur hlýtur sá flokkur sem færi meirihluta atkvæða alla kjörmennina. Undantekningarnar eru Maine og Nebraska, þar er kjörmönnum skipt í hlutfalli við kjörgengi flokkanna. Kjörmennirnir hittast 13. desember að loknum kosningum og velja forseta. Það er til þess ætlast að þeir velji forsetaefni þess flokks sem tilnefndi þá til að byrja með, og alla jafna er það líka raunin. En þeim ber ekki skilda til þess, svo að kjörmaður sem Demókratar tilnefndu getur kosið forsetaefni Repúblíkana ef honum sýnist svo. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði kjörmanna verður forseti. Það þarf að lágmarki atkvæði 270 kjörmanna til að verða valinn forseti, og takist það ekki, er það Bandaríkjaþings að velja. Neðri deildin velur þá forseta og efri deildin varaforseta og þá er fræðilega mögulegt að forseti og varaforseti komi ekki úr sama flokki. Þetta kerfi er alls ekki óumdeilt, og vissi almenningur uppruna þess væru deilurnar jafnvel meiri. Því þó að kjörmannakerfið sé hluti bandarískrar stjórnmálahefðar, sem að jafnaði er talin mjög lýðræðisleg, kann að koma á óvart að höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna sóttu fyrirmyndina til hins heilaga Rómarveldis, sem var til á árunum 962 til 1806. Kjörmennirnir þar voru þeir prinsar þýskra ríkja sem höfðu rétt á að taka þátt í vali á konungi, sem var að jafnaði síðar valinn keisari. Höfundar stjórnarskrárinnar voru á því, að þetta kerfi væri til þess fallið að dreifa sem best völdum á milli ríkjanna og alríkisins. Þeir voru einnig á því að best væri að velja með þessum hætti hóp skynsamra manna, sem væri fær um að kynna sér frambjóðendurna og velja þann hæfasta til starfans. Samkvæmt federal-hugsuninni í stjórnarskránni vildu þeir ekki að meirihluti atkvæða réði öllu og því getur það gerst, eins og gerðist raunar í síðustu kosningum, að annar frambjóðandinn hljóti meirihluta atkvæða en hinn meirihluta kjörmanna. Al Gore hlaut ríflega hálfri milljón fleiri atkvæði, eins og frægt varð. Það er í fjórða skipti í sögunni sem það gerist. Og árið 1992 hlaut Ross Perot nítján prósent atkvæða á landsvísu, en hlaut ekki meirihluta í neinu ríki og fékk því ekki einn einasta kjörmann. Kjörmannakerfið flækir því málin mjög og hvort sem það er meðal almennings eða bandarískra lögmanna er það óvinsælt og talið forneskjulegt í meira lagi. Stjórnarskrárbreytingu þyrfti til að breyta því og það hefur verið reynt. Undanfarin tvöhundruð ár eða svo hefur það reyndar verið reynt oftar en sjöhundruð sinnum. Fleiri breytingartillögur við stjórnarskránna hafa verið lagðar fram vegna þessa en nokkurs annars atriðis. Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta. Þetta virðist óþarflega flókið og á margan hátt nánast ólýðræðislegt. Hverju ríki er úthlutað kjörmönnum í hlutfalli við fjölda þingmanna ríkisins. Hvert ríki hefur tvo þingmenn í öldungardeild og í neðri heild fer þingmannafjöldinn eftir stærð hvers ríkis. Kalifornía er með flesta kjörmenn, 55 alls, og Washington D.C. og nokkur smá ríki hafa aðeins þrjá. Það eru stjórnmálaflokkarnir sem tilnefna kjörmenn í hverju ríki, og í öllum ríkjum nema tveimur hlýtur sá flokkur sem færi meirihluta atkvæða alla kjörmennina. Undantekningarnar eru Maine og Nebraska, þar er kjörmönnum skipt í hlutfalli við kjörgengi flokkanna. Kjörmennirnir hittast 13. desember að loknum kosningum og velja forseta. Það er til þess ætlast að þeir velji forsetaefni þess flokks sem tilnefndi þá til að byrja með, og alla jafna er það líka raunin. En þeim ber ekki skilda til þess, svo að kjörmaður sem Demókratar tilnefndu getur kosið forsetaefni Repúblíkana ef honum sýnist svo. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði kjörmanna verður forseti. Það þarf að lágmarki atkvæði 270 kjörmanna til að verða valinn forseti, og takist það ekki, er það Bandaríkjaþings að velja. Neðri deildin velur þá forseta og efri deildin varaforseta og þá er fræðilega mögulegt að forseti og varaforseti komi ekki úr sama flokki. Þetta kerfi er alls ekki óumdeilt, og vissi almenningur uppruna þess væru deilurnar jafnvel meiri. Því þó að kjörmannakerfið sé hluti bandarískrar stjórnmálahefðar, sem að jafnaði er talin mjög lýðræðisleg, kann að koma á óvart að höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna sóttu fyrirmyndina til hins heilaga Rómarveldis, sem var til á árunum 962 til 1806. Kjörmennirnir þar voru þeir prinsar þýskra ríkja sem höfðu rétt á að taka þátt í vali á konungi, sem var að jafnaði síðar valinn keisari. Höfundar stjórnarskrárinnar voru á því, að þetta kerfi væri til þess fallið að dreifa sem best völdum á milli ríkjanna og alríkisins. Þeir voru einnig á því að best væri að velja með þessum hætti hóp skynsamra manna, sem væri fær um að kynna sér frambjóðendurna og velja þann hæfasta til starfans. Samkvæmt federal-hugsuninni í stjórnarskránni vildu þeir ekki að meirihluti atkvæða réði öllu og því getur það gerst, eins og gerðist raunar í síðustu kosningum, að annar frambjóðandinn hljóti meirihluta atkvæða en hinn meirihluta kjörmanna. Al Gore hlaut ríflega hálfri milljón fleiri atkvæði, eins og frægt varð. Það er í fjórða skipti í sögunni sem það gerist. Og árið 1992 hlaut Ross Perot nítján prósent atkvæða á landsvísu, en hlaut ekki meirihluta í neinu ríki og fékk því ekki einn einasta kjörmann. Kjörmannakerfið flækir því málin mjög og hvort sem það er meðal almennings eða bandarískra lögmanna er það óvinsælt og talið forneskjulegt í meira lagi. Stjórnarskrárbreytingu þyrfti til að breyta því og það hefur verið reynt. Undanfarin tvöhundruð ár eða svo hefur það reyndar verið reynt oftar en sjöhundruð sinnum. Fleiri breytingartillögur við stjórnarskránna hafa verið lagðar fram vegna þessa en nokkurs annars atriðis.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira