Skoðun

Göngum til góðs

Forsetakosningarnar - Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi „Á þeim tíma sem tekur að lesa þessa vefsíðu er líklegt að barn hafi látið lífið í ófriði eða hlotið varanlegt líkamstjón. Þá eru eftir öll þau börn sem halda heilsu en skaddast á sálinni. Heimsmynd barnsins er umturnað í ólgu óvissunar sem stríð veldur. Hvað er til ráða? Best væri að binda enda á ófrið.“ Textinn er af vefsíðu Rauða Kross Íslands og áfram segir: „Næstbest er að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr þjáningum, hlúa að börnunum og hjálpa þeim til að eygja von.“ Hvers vegna að gera aðeins það næstbesta þegar þú getur gert það sem best væri, ganga til góðs og leggja atkvæði þitt á vogarskál til friðar í heiminum. Nái ég kjöri í dag mun ég sem fyrsti friðarforseti heims leiða heimsbyggðina til friðar. Fjöldi Nóbelsverðlaunahafa, fræðimanna og ráðgjafa við Sameinuðu þjóðirnar bíður eftir því að ég sem forseti leggi friðarhreyfingunni lið. Hvern þann dag sem beðið er eftir friðarforsetanum eru hundruð saklausra barna til viðbótar limlest eða drepin í stríðsátökum. Hvað þurfa margir að þjást áður en Íslendingar vakna af Þyrnirósarsvefninum og takast á við hlutverkið? Göngum til góðs í dag og kjósum frið á jörð.



Skoðun

Sjá meira


×