Skoðun

Fyrir sjúka og aldraða

Forsetakosningar - Vigdís Kristín Steinþórsdóttir Þrátt fyrir að helmingur af fjárlögum ríkisins renni í heilbrigðiskerfi Íslendinga, vantar mikið upp á að allir Íslendingar fái þá heilbrigðisþjónustu sem sómi væri af. Sjúkrahúsdeildum er lokað, það vantar rými fyrir aldraða, geðsjúka og unga einstaklinga sem af ýmsum orsökum þurfa að dvelja á stofnun. Við þurfum manneskjulegra og skilvirkara kerfi. Einhverra hluta vegna gengur illa að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir alla í einu ríkasta landi heimsins. Margir sem þetta lesa kunna að yppa öxlum og hugsa sem svo: „Ég heyri ekki svo marga kvarta.“ Og það er rétt. Þeir sem verða út undan í lífsgæðakapphlaupinu mynda fámennan hóp sem á sér fáa málsvara. Á fjögurra ára fresti veljum við Íslendingar okkur forseta. Forsetinn hefur ekki mikil völd en hann getur náð athygli ráðamanna. Hann getur gerst málsvari þeirra einstaklinga sem enginn hefur hingað til viljað vera. Ég dreg í efa að við óbreytt ástand eignist þessi fámenni hópur málsvara og því kýs ég Baldur Ágústsson þann 26. júní.



Skoðun

Sjá meira


×